UM FELLSMÖRK

STAÐHÆTTIR

LANDGRÆÐSLU
SKÓGUR

MYNDIR

FÉLAGIÐ

FRÉTTIR

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

2007

2006

2005

2004

2003
 

TENGINGAR

SKJALASAFN

 TIL BAKA

 

----------------------
SÉRSTAKT EFNI

Erindi Valdimars af aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs

Fuglalíf á Fellsmörk

Panoramamyndir


----------------------
FLÝTILEIÐIR

Félagatal

Fundargerðir

Vegir og slóðar

Lönd á Fellsmörk (GPS)

 

   

 

Fellsmörk

Fréttir árið 2010


Nóvember 2010
Fræðslufundur

Fræðslufundur var haldinn 25. nóvember þar sem Herdís Friðriksdóttir, skógfræðingur fjallaði um tilraunir hennar sjálfrar við að græða upp sár í landi með ýmsum aðferðum.

 


Nóvember 2010
Ganga á Búrfell

Búrfellið blasir víða við úr Fellsmörk.  Þó það virðist bratt frá Fellsmörk þá er það nokkuð auðgengt að sunnanverðu.

Hér má sjá stutta ferðasögu og myndir frá ferð á Búrfell sem var farin í nóvember 2010.


5. okóber 2010
Fréttir af Fellsmörk

Hjalti Elíasson Var fyrir austan um síðustu helgi og var mikill hamagangur í ám. Líkt og sjá má á myndum hefur mikið gengið á.

Gatið stækkað mikið í garðinum og var að sjá að ekki mætti mikið út af bregða svo hann fari ekki allur. Fyrir framan Hlíðarbraut hefur hlaðist mikil eyri þannig að land virðist hafa hækkað um allt að 2 metra ef ekki meira. Þá voru vatnavextir miklir fyrir framan Krókslækinn og var vegurinn farinn þar alveg. Mýrin fyrir framan Dönskutó full af vatni og kartöflugarðurinn minn farinn að mestu.

Árnar hafa vaðið vestur yfir veginn fyrir framan Keldudal og var ekki hægt að komast þar um nema á stórum bílum. Fyrir vestan Fell voru miklir vatnavextir . Sigurjón sagði mér að áin hefði nær farið yfir veginn við Einbúa, gat ekki kannað það mál .


10. júlí 2010
Nýjar og gamlar myndir  en Hafursá situr enn við sinn keip 

Hafursá liggur enn í vegarstæðinu sem var á austurhluta Fellsmerkur.  Mynd sem sýnir ána eins og hún var 9. júlí er hér að neðan.  Hægt er að smella á myndina til að fá hana stóra.


Ljósm. Einar Ragnar

Fleiri myndir landnema hafa einnig ratað inn á síðuna frá því í vor og í sumar.


6. júní 2010
Gróðursetningardagur árið 2010 fellur niður - Engar plöntur úr Landgræðsluskógum í ár 

Gróðursetningardagurinn á Fellsmörk sem fyrirhugaður var 19. júní n.k. fellur niður. Plöntur frá Landgræðsluskógum í ár hafa verið afþakkaðar.   Ástæðan er askan sem er á svæðinu.   Sjá nánar bréf í meðfylgjandi viðhengi.   Við tökum til þar sem frá var horfið sumarið 2011.    

Bréf sent til félagsmanna (PDF)

 


20. Maí 2010
Myndir af frá Kristni og Sigrúnu af öskufalli á Fellsmörk

 

Kristinn Helgason og Sigrún Kristinsdóttir voru á ferð á Fellsmörk 13. maí síðastliðinn og tóku magnaðar öskumyndir frá Fellsmörk og undir Eyjafjöllum einnig.

Sjá myndasíðu.

 


19. Maí 2010
Myndir af öskufalli á Fellsmörk

Settar hafa verið inn myndir á myndasíðu af öskufalli á Fellsmörk sem voru teknar í apríl. 

ERS_5633

Sjá myndasíðu.

Landnemar hafa sent inn fleiri myndir og munu þær birtast fljótlega


14. Maí 2010
Fréttir af vegum á Fellsmörk

Upplýsingar hafa borist frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur um lagfæringar á vegum á Fellsmörk.  Slóðin á vestur svæðinu hefur verið gerð fólksbílafær en vegalagning á austur svæðinu er í biðstöðu.


14. Maí 2010
Aðalfundur Fellsmerkur 2010

Aðalfundur Félags landnema á Fellsmörk var haldinn mánudaginn 26. apríl kl. 20:00 að Elliðavatni. 

Breytingar urðu á stjórn félagsins.  Sigurlaug Guðmundsdóttir er ný í stjórn fyrir landnema í Heiðarbraut.  Valdimar Reynisson er nýr í stjórn fyrir Hólsbraut.


Stjórn Fellsmerkur 2010 til 2011.  Frá vinstri:  Einar Ragnar Sigurðsson, Sigurlaug Guðmundsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Hannes Siggason og Hjalti Elíasson.  Á myndina vantar Valdimar Reynisson og Svein Baldursson.

Fleiri myndir frá aðalfundinum hafa verið settar á myndasíðu.


28. mars 2010
Engar vegabætur um páskana á dagskrá
Helgi Gíslason hjá SR hafði samband  og upplýsti að ekki stæði til að gera fólksbílafært á vestursvæði Fellsmerkur fyrir páska  - eins og sumir landnemar höfðu óskað eftir.
 
Hann upplýsti að Sigurjón í Pétursey tæki að sér að ferja fólk og farangur að bústöðum sínum á vestursvæðinu.
 
Um austursvæðið þarf ekki að ræða - þar er bílfært rétt austur yfir Keldudalsá og með öllu ófært eftir það - Landnemar á austursvæði verða að fara fótgangandi þaðan ætli þeir að löndum sínum - þannig verður það um páskana  og alla vega þar til fyrirhugaðar vegaumbætur eru orðnar að veruleika.

18. mars 2010
Nýtt efni á vef Fellsmerkur

Fasteignaskrá Íslands er með aðgengilegan vef með loftmyndum.  Hægt er að skoða loftmyndir út frá Fellsmörk með að skoða skráningu á Keldudal hjá Fasteignaskránni þar sem hnitsetning hefur farið fram.

Veðurstofa Íslands er með margs kyns vöktun náttúrufyrirbæra.  Eitt af því sem vaktað er og aðgengilegt á Internetinu er uppfært yfirlit  yfir jarðskjálfta í og við Mýrdalsjökul.

Vatnamælingar á Veðurstofunni fylgjast einnig grannt með ánum sem koma úr Mýrdalsjökli.  Vöktunarkerfið er meðal annars hugsað til þess að hægt sé að bregðast við ef Kötlugos fer af stað. 

 


16. mars 2010
Skoðunarferð framkvæmdastjóra og formanns Skógræktarfélags Reykjavíkur til Fellsmerkur

Þröstur Ólafsson formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur og Helgi Gíslason framkvæmdastjóri félagsins könnuðu aðstæður á Fellsmörk föstudaginn 12. mars.  Nutu þeir leiðsagnar Hjalta Elíassonar og Sigurjóns Eyjólfssonar frá Pétursey.

Hjalti sendi frá sér meðfylgjandi um ástand svæðisins:

"Farið í könnunar og kynningarleiðangur austur í Fellsmörk  á föstudag. Lítið var í ám ,en þó mátti sjá að eitthvað hefur gengið á . Hafursá og Lambá búnar að hreiðra vel um sig upp undir bakkanum  og búnar að grafa sig vel niður.  Vegir ófærir nema á stórum og góðum jeppum ( ég hefði ekki treyst mér á mínum pick up.) inn í Krók og  Hlíðarbraut. Hægt að fara slóðann upp í Keldudal.

Á vestur svæðinu eru engir vegir eða slóðar, mátti þó sjá móta fyrir þeim á stöku stað , en ekki fært þarna um nema á góðum 4 X 4 drifnum bílum. Erfitt að komast upp í Gilbrautina ,kominn bakki þar.  Hólsbrautin sæmilega fær þegar komið var upp í hana sjálfa.  Heiðarbrautin líka ágæt eftir að komið var inn undir brekkuna sjálfa.

Svo þarf ekki að taka það fram að veðrið var líkt og dásemdin ein , sól og blíða."

 


9. mars 2010
Ástandsskýrsla um Fellsmörk

Skýrsla um ástand vega, varnargarða, girðinga og annarra þátta á Fellsmörk er komin út og er birt hér á vef félagsins:

Félagsmenn og aðrir áhugasamir um Fellsmörk eru hvattir til að kynna sér efni skýrslunnar.

Skýrslan er einnig aðgengileg í gegnum síður vefsins um staðhætti Fellsmerkur.


28. febrúar 2010
Nýtt efni á heimasíðunni

Það hefur fátt gerst svo vitað sé varðandi lagfæringar á vegum eða varnargörðum á Fellsmörk.  Þær lagfæringar sem vitað er um snúa helst að lagfæringum á varnargörðum sem beina ánum frá þjóðvegi 1 við Pétursey.  Ekki hefur verið ráðist í neinar viðgerðir sem nýtast Fellsmörk beint fyrir utan það sem var lagað við Klifandi þar sem áin tók veginn inn að Álftagróf.

En hér er núna bent á nýtt efni á vefnum.  Komnar eru uppfærðar veðurupplýsingar frá Veðurstofu Íslands sem birtast á síðunni með upplýsingum um færð.  Þá hefur verið sett inn efni með loftmyndum og gömlum kortum sem Kristinn Helgason safnaði og Einar Ragnar bætti við.  Er það inni á síðum félagsins um staðhætti.

Af gömlu efni sem hefur verið sett inn á vefinn má nefna skógræktaráætlunina sem Fellsmerkurfélagið lét gera í maí 1999.  Hún er aðgengileg á síðum um staðhætti en hægt að nálgast beint hér.


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

    

Facebook síða Fellsmerkur

 

LUMAR ÞÚ Á EFNI?

Landnemar og aðrir sem luma á efni sem tengist Fellsmörk eru hvattir til að senda það til félagsins svo það komist á vefinn.  Sérstaklega er óskað eftir myndum í hóflegu magni sem m.a. sýna hvernig ræktunarstarfið gengur.

Sendist til umsjónarmanns vefsins á netfangið eragnarsig@gmail.com.