Þröstur Ólafsson
formaður Skógræktarfélags
Reykjavíkur og Helgi Gíslason
framkvæmdastjóri félagsins könnuðu
aðstæður á Fellsmörk föstudaginn 12.
mars. Nutu þeir leiðsagnar
Hjalta Elíassonar og Sigurjóns
Eyjólfssonar frá Pétursey.
Hjalti sendi frá
sér meðfylgjandi um ástand
svæðisins:
"Farið í
könnunar og kynningarleiðangur
austur í Fellsmörk
á föstudag. Lítið var í ám
,en þó mátti sjá að eitthvað hefur
gengið á . Hafursá og Lambá búnar að
hreiðra vel um sig upp undir
bakkanum
og búnar að grafa sig vel
niður.
Vegir ófærir nema á stórum og
góðum jeppum ( ég hefði ekki treyst
mér á mínum pick up.) inn í Krók og
Hlíðarbraut. Hægt að fara
slóðann upp í Keldudal.
Á vestur
svæðinu eru engir vegir eða slóðar,
mátti þó sjá móta fyrir þeim á stöku
stað , en ekki fært þarna um nema á
góðum 4 X 4 drifnum bílum. Erfitt að
komast upp í Gilbrautina ,kominn
bakki þar.
Hólsbrautin sæmilega fær
þegar komið var upp í hana sjálfa.
Heiðarbrautin líka ágæt eftir
að komið var inn undir brekkuna
sjálfa.
Svo þarf ekki að taka það fram að
veðrið var líkt og dásemdin ein ,
sól og blíða."
|