UM FELLSMÖRK

STAÐHÆTTIR

LANDGRÆÐSLU
SKÓGUR

MYNDIR

FÉLAGIÐ

FRÉTTIR

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

2007

2006

2005

2004

2003
 

TENGINGAR

SKJALASAFN

 TIL BAKA

 

----------------------
SÉRSTAKT EFNI

Erindi Valdimars af aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs

Fuglalíf á Fellsmörk

Panoramamyndir


----------------------
FLÝTILEIÐIR

Félagatal

Fundargerðir

Vegir og slóðar

Lönd á Fellsmörk (GPS)

 

   

 

Fellsmörk - eldri fréttir

Fréttir árið 2008


Vatnavextir í september 2008 - Ljósm. Einar Ragnar

Ýmislegt gengur á þegar veður og náttúruöfl eru annars vegar

Um mánaðamótin júlí ágúst gerði rok stórrigningar.  Árnar flæddu og hjólhýsi fauk. 

Sjá myndir á myndasíðu

Aftur gerði stórrigningar í september og voru það reyndar einhverjir mestu vatnavextir sem Sunnlendingar hafa lent í lengi.  Meira og minna allir vegir á flatlendi í Fellsmörk eyðilögðust.

Sjá myndir á myndasíðu


Myndir frá gróðursetningardeginum

Myndir frá gróðursetningunni eru komnar á vefinn.

Það skiptust á skin og skúrir þann 21. júní þegar sameiginleg gróðursetning var á Fellsmörk.  Hannes var með myndavélina og myndir eru komnar á vefinn.

Myndasíða

 


8. júní 2008
Sameiginleg gróðursetning laugardag 21. júní

Árleg sameiginleg gróðursetning á Fellsmörk verður laugardag 21. júní.  Mæting kl. 13:00 við bústað Helgu og Auðuns Keldudal nr. 2. 

Bréf til kynningar (PDF)

 


22. apríl 2008
Af aðalfundi Fellsmerkur 3. apríl 2008

Aðalfundur Fellsmerkur var haldinn að Elliðavatni 3 apríl síðastliðinn.  Fundurinn var tvískiptur. Fyrir kaffihlé voru hefðbundin aðalfundarstörf en eftir kaffi var kynning á GPS mælingum sem fóru fram síðasta haust og unnið hefur verið úr í vetur.  Gestur fundarins, Elín Erlingsdóttir frá Landnotum kynnti mælingarnar.  Skipulagið var borið undir fundinn og var það samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Skýrsla stjórnar (PDF)
Myndir frá fundinum

 


19. mars 2008
Aðalfundur Fellsmerkur 3. apríl 2008

Stjórn Félags landnema á Fellsmörk boðar til aðalfundar 3. apríl 2008, kl. 20. Fundurinn verður haldinn í samkomusal Skógræktarfélags Reykjavíkur að Elliðavatni

Fundarboð (PDF)

Aðkoma að Elliðavatni er frá Suðurlandsvegi við Rauðhóla:
Aðkoma að Elliðavatni - smellið á myndina til að fá hana stærri

Bærinn að Elliðavatni:
Elliðavatnsbærinn


10. mars 2008
Ófærð á Fellsmörk

Hjalti og Júlía voru á ferð á austursvæðinu og Sveinn Björnsson var með sínu fólki á vestursvæðinu.  Ófærð var mikil.

Um austursvæðið var þetta að segja:

"Þetta telst nú líklega ekki fréttnæmt en ég var í Fellsmörkinni í dag og vegurinn á vestursvæðinu er alveg horfinn frá varnargarði og vestur að Einbúa. Kíkti ekki á austursvæðið.

Sendi eina mynd úr "Mörkinni" til gamans. Hún er tekin á aurunum fyrir neðan Gilsbrautina."

 

 

 

Um vestursvæði var svipaða sögu að segja:

"Gerðum okkur ferð austur í Mýrdal um síðustu helgi .

Vissum að mikill snjór væri á svæðinu þó mikið hefði tekið upp frá síðustu helgi. Bjuggum okkur af stað með gönguskíði og snjóþotur til að koma vistum inneftir.Komumst að Álftagróf en þaðan er algerlega ófært inn í Krók.gengum þaðan og gekk það vel , þrátt fyrir að myrkur væri að skella á og éljahraglandi. Miklir skaflar þar sem gróður hefur hamið snjóinn.

Ef fólk er að hugsa um páskaferð austur ætti það að fylgjast með og spá í snjómagn og útbúa sig miðað við það. 

Á laugardeginum og sunnudeginum fengum við allveg frábært veður logn ,sól og allt eins og Mýrdalurinn hefur best upp á að bjóða. Notuðum veðrið og gengum um svæðið og inn í gil eins langt og hægt var að komast."

 

Fleiri myndir

 


11. febrúar 2008
Gróðursetning 2007

Plöntunefnd hefur gefið út árlega skýrslu sína og er hún núna aðgengileg á vefnum.

Skýrsla plöntunefndar fyrir árið 2007 (PDF skjal)
Lokatölur gróðursetningar 2007 (Excel skjal)

 


 

 

 

 

    

Facebook síða Fellsmerkur

 

LUMAR ÞÚ Á EFNI?

Landnemar og aðrir sem luma á efni sem tengist Fellsmörk eru hvattir til að senda það til félagsins svo það komist á vefinn.  Sérstaklega er óskað eftir myndum í hóflegu magni sem m.a. sýna hvernig ræktunarstarfið gengur.

Sendist til umsjónarmanns vefsins á netfangið eragnarsig@gmail.com.