10. mars 2008
Ófærð á
Fellsmörk
Hjalti og Júlía voru á ferð á austursvæðinu
og Sveinn Björnsson var með sínu fólki á
vestursvæðinu. Ófærð var mikil.
Um austursvæðið var þetta að segja:
"Þetta telst nú líklega ekki fréttnæmt en ég
var í Fellsmörkinni í dag og vegurinn á
vestursvæðinu er alveg horfinn frá
varnargarði og vestur að Einbúa. Kíkti ekki
á austursvæðið.
Sendi eina mynd úr "Mörkinni" til gamans.
Hún er tekin á aurunum fyrir neðan
Gilsbrautina."
Um vestursvæði var svipaða sögu að segja:
"Gerðum okkur
ferð austur í Mýrdal um síðustu helgi .
Vissum að mikill snjór væri á svæðinu þó
mikið hefði tekið upp frá síðustu helgi.
Bjuggum okkur af stað með gönguskíði og
snjóþotur til að koma vistum
inneftir.Komumst að Álftagróf en þaðan
er algerlega ófært inn í Krók.gengum
þaðan og gekk það vel , þrátt fyrir að
myrkur væri að skella á og
éljahraglandi. Miklir skaflar þar sem
gróður hefur hamið snjóinn.
Ef fólk er að
hugsa um páskaferð austur ætti það
að fylgjast með og spá í snjómagn og
útbúa sig miðað við það.
Á
laugardeginum og sunnudeginum fengum við
allveg frábært veður logn ,sól og allt
eins og Mýrdalurinn hefur best upp á að
bjóða. Notuðum veðrið og gengum um
svæðið og inn í gil eins langt og hægt
var að komast."
Fleiri myndir
|