Vegurinn
inn í Fellsmörk fyrir innan Klifandi
eftir bráðabirgðaviðgerð -
Ljósm. Tryggvi Þórðarson
Nafnarnir Tryggvi Felixson og
Tryggvi Þórðarson fóru í Fellsmörk
síðustu helgi (19-20 september) og
könnuðu aðstæður. Báðir komust
þeir ferða sinna á venjulegum jeppum
en töldu ástandið ekki gott.
Bráðabirgðaviðgerð er lokið við
brúna yfir Klifandi en upplýsingar
hafa ekki borist um viðgerðir eða
frekara ástand á varnargörðum þar.
Tryggvi Felixson taldi vel jeppafært
áfram inn í Fellsmörk austanmegin og
upp í Heiðarbraut. Til að komast
inn í Krók þurfti Tryggvi Þórðarson
að fara yfir eina litla kvísl úr
Hafursá fyrir neðan Hlíðarbraut. Á
meðan ekki er mikið í ánni og hún
rennur í þeim farvegi sem hún var í
um síðustu helgi, þá var vel fært
fyrir venjulega jeppa um svæðið. En
ljóst er að ef vex í ánni eða ef hún
breytir farvegi sínum, þá getur
orðið ófært þangað aftur.
Það sem eftir er af varnargarðinum
við Krók liggur undir skemmdum
Þar sem Hafursá rennur í gegnum
varnargarðinn við Krók - Ljósm.
Tryggvi Þórðarson
Varnargarðurinn fyrir neðan Krók er
illa skemmdur og rennur Hafursá í
gegnum hann eins og sést á
meðfylgjandi mynd. Æskilegt væri að
viðgerð á þessum varnargarði færi
sem fyrst af stað þar sem hann
liggur undir skemmdum eins og málum
en nú háttað. Ef lítillega vex í
ánni má gera ráð fyrir að
varnargarðurinn láti meira á sjá og
það þurfi að endurbyggja hann í
heild sinni. Eigandi þessa
varnargarðs mun vera Landgræðsla
ríkisins.
Hætt er við að illa fari ef
rigningar halda áfram en samkvæmt
upplýsingum Veðurstofunnar má gera
ráð fyrir áframhaldandi úrkomu næstu
vikur.
Sjá frétt á vef mbl.is.
Kortið að neðan sýnir staðsetningu
varnargarðarins. Ath. að hægt er að
smella á myndina til að fá hana
stærri.
Fleiri
myndir eru á myndasíðu.
|