UM FELLSMÖRK

STAÐHÆTTIR

LANDGRÆÐSLU
SKÓGUR

MYNDIR

FÉLAGIÐ

FRÉTTIR

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

2007

2006

2005

2004

2003
 

TENGINGAR

SKJALASAFN

 TIL BAKA

 

----------------------
SÉRSTAKT EFNI

Erindi Valdimars af aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs

Fuglalíf á Fellsmörk

Panoramamyndir


----------------------
FLÝTILEIÐIR

Félagatal

Fundargerðir

Vegir og slóðar

Lönd á Fellsmörk (GPS)

 

   

 

Fellsmörk - eldri fréttir

Fréttir árið 2009


17. desember 2009
Fréttir af færð á Fellsmörk

Það gerir enn stórrigningar á Suðurlandi og staða á Fellsmörk er svipuð og áður.  Fært er að Álftagróf.  Vegur og varnargarðar við Klifandi hafa verið lagfærðir töluvert þannig að vel er fært inn að Gróf.  Þaðan er hins vegar ófært inn í Keldudal, Hlíðarbraut og Krók.  Slóðarnir eru að mestu leyti farnir og leiðin inneftir er mjög gróf öll og varla jeppafær hvað þá meira.  Hafursá rennur enn í gegnum skarðið á varnargarðinum og á meðan viðgerð á honum hefur ekki farið fram er ekki gert ráð fyrir að neinar lagfæringar verði gerðar á slóðunum þar.

Á vestursvæðinu eru áreyrar taldar jeppafærar en ekkert meira en það.  Þar hefur Klifandi flæmst um og slóðar illfarnir en leiðin hins vegar ekki jafn gróf og á austursvæðinu.

 


3. nóvember 2009
Fræðslufundur um berjarækt 10. nóvember

Stjórn Félags landnema á Fellsmörk boðar til fræðslufundar þriðjudaginn 10. nóvember næstkomandi klukkan 20:00 í húsakynnum Félags frímerkjasafnara að Síðumúla 17 Reykjavík (önnur hæð).  

Fundarefni: Berjarunnarækt í landi Fellsmerkur.  

Auður Ingibjörg Ottesen, garðyrkjufræðingur og ritstjóri Sumarhússins og garðsins, flytur erindi og svarar fyrirspurnum að því loknu.   Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.  

__________
Stjórnin.


Reyniber


26. október 2009
Ennþá meira og minna ófært eða illfært á Fellsmörk



Varnaðarmerking er á veginum inn í Fellsmörk fyrir sunnan brúna yfir ána Klifandi - Ljósm. Einar Ragnar

Vegir og varnargarðar eru enn að skemmast á Fellsmörk.  Aðalvegurinn inn í Fellsmörk er skemmdur fyrir sunnan brúna yfir Klifandi.  Þar er skarð í veginn og þarf að fara með gát þó vegurinn sé ekki ófær í sjálfu sér.  Fyrir innan ána er vegurinn rudd slóð á kafla þar sem áin flæddi yfir í vatnavöxtum í haust.

Frá Sigrúnu, fulltrúa Heiðarbrautar í stjórn Landnemafélagsins eru þær upplýsingar að slóðin þar sé mjög slæm og sífellt taki Klifandi meira og meira úr veginum og ekki ólíklegt að hún myndi gera það áfram og þá yrði ófært upp í Heiðarbrautina.

Á austurhluta Fellsmerkur er fært inn að vestari slóða Keldudals en slóðinn þar fyrir innan alveg farinn.  Þar rennur nú Hafursá í gegnum miðjan varnargarðinn við Krók ræður hún þar ríkjum.  Slóðarnir fyrir neðan Hlíðarbraut eru alveg farnir og ræður vatnsmagn í Hafursá hvort jeppafært er eða með öllu ófært.  Til að komast inn í Hlíðarbraut og Krók þarf að keyra upp á móti straumi og því er þetta mjög vandfarið og varasamt ef eitthvað að ´ráði er í ánni.

Myndin að neðan er yfirlitsmynd yfir Hafursá fyrir neðan Hlíðarbraut.  Hægt er að smella á myndina til að fá hana stóra.

Fleiri myndir og stærri eru á myndasíðu.


21. september 2009
Varnargarðar skemmdir og jeppafært í Fellsmörk



Vegurinn inn í Fellsmörk fyrir innan Klifandi eftir bráðabirgðaviðgerð - Ljósm. Tryggvi Þórðarson

Nafnarnir Tryggvi Felixson og Tryggvi Þórðarson fóru í Fellsmörk síðustu helgi (19-20 september) og könnuðu aðstæður.  Báðir komust þeir ferða sinna á venjulegum jeppum en töldu ástandið ekki gott.

Bráðabirgðaviðgerð er lokið við brúna yfir Klifandi en upplýsingar hafa ekki borist um viðgerðir eða frekara ástand á varnargörðum þar.

Tryggvi Felixson taldi vel jeppafært áfram inn í Fellsmörk austanmegin og upp í Heiðarbraut.  Til að komast inn í Krók þurfti Tryggvi Þórðarson að fara yfir eina litla kvísl úr Hafursá fyrir neðan Hlíðarbraut.  Á meðan ekki er mikið í ánni og hún rennur í þeim farvegi sem hún var í um síðustu helgi, þá var vel fært fyrir venjulega jeppa um svæðið.  En ljóst er að ef vex í ánni eða ef hún breytir farvegi sínum, þá getur orðið ófært þangað aftur.

Það sem eftir er af varnargarðinum við Krók liggur undir skemmdum


Þar sem Hafursá rennur í gegnum varnargarðinn við Krók - Ljósm. Tryggvi Þórðarson

Varnargarðurinn fyrir neðan Krók er illa skemmdur og rennur Hafursá í gegnum hann eins og sést á meðfylgjandi mynd.  Æskilegt væri að viðgerð á þessum varnargarði færi sem fyrst af stað þar sem hann liggur undir skemmdum eins og málum en nú háttað.  Ef lítillega vex í ánni má gera ráð fyrir að varnargarðurinn láti meira á sjá og það þurfi að endurbyggja hann í heild sinni.  Eigandi þessa varnargarðs mun vera Landgræðsla ríkisins.

Hætt er við að illa fari ef rigningar halda áfram en samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar má gera ráð fyrir áframhaldandi úrkomu næstu vikur.  Sjá frétt á vef mbl.is.

Kortið að neðan sýnir staðsetningu varnargarðarins. Ath. að hægt er að smella á myndina til að fá hana stærri.

Fleiri myndir eru á myndasíðu.




17. september 2009
Ófært í Fellsmörk


Mynd sem birtist á vef mbl.is

Miklir vatnavextir voru eina ferðina um síðustu helgi og raunar þeir mestu í nokkur ár.  Miklar skemmdir hafa orðið á varnargörðum.  Varnargarðurinn við brúnna yfir Klifandi er farinn í sundur og flæðir áin yfir veginn.  

Varnargarðurinn inn við Krók er mikið skemmdur ef ekki ónýtur og eru vegir innan við Keldudal alveg ónýtir.

Staða vegamála er því sú að á meðan ekki er búið að laga veg og varnargarð við Klifandi er ekki hægt að komast neitt inn á Fellsmerkursvæðið nema fyrir upphækkaða jeppa.  Ef gert verður við veginn þar, er jeppafært um vesturhluta Fellsmerkur og inn í Keldudal.  Ófært er nema hugsanlega fyrir stærstu jeppa inn í Hlíðarbraut og Keldudal.

Þessar skemmdir á vegum og varnargörðum eru að sögn mun verri en það sem hefur orðið undanfarið og er ekki vitað hvenær viðgerð muni fara fram.

Á meðan ekki tekst að gera við varnargarðana er ólíklegt að hægt verði að gera við vegina.


Mynd sem sýnir hvar vegurinn er skemmdur.  Hægt að smella á myndina til að fá hana stærri.

Sjá einnig umfjöllun sem birtist á vef mbl.is.


5. september 2009
Nýjar myndir á vefnum

Þrjár nýjar myndasyrpur eru komnar á vefinn.

Yglur í ágúst 2009

Myndir frá Einari Ragnari

Ryðsveppur í gljávíði

Myndir frá Einari Ragnari

Nokkrar myndir úr Króki í ágúst 2009

Myndir frá Adolf Erni Kristjánssyni

Sjá fleiri myndir á myndavef.   


30. ágúst 2009
Illfært í Fellsmörk

Núna um helgina 29-30 ágúst voru enn vatnavextir í Hafursá.  Illfært var nema fyrir jeppa inn í Hlíðarbraut og Krók.  Áin flæddi yfir veginn og gerði hann ófæran og þurfti Sigurjón í Pétursey að koma reglubundið til að tjasla veginum saman svo hægt væri að fara um hann.

Á myndinni að ofan sést hvernig áin flæddi um veginn miðjan dag 29. ágúst.  Um kvöldið var þarna komið mun meira vatn og þurfti lagfæringar á sunnudagsmorgninum.

Fyrir vestan Fell var staðan betri og má heita að slóðar þar hafi verið ágætlega jepplingsfærir um helgina. 


22. ágúst 2009
Vatnavextir á Fellsmörk

Í vikunni eftir verslunarmannahelgina gerði mikla úrkomu á Suðurlandi og fór vegurinn í sundur við ána Klifandi.  Ófært varð þar með inn á Fellsmerkursvæðið með öllu.  Búið er að laga veginn við Klifandi að minnsta kosti til bráðabirgða. 

Slóðarnir á austursvæðinu skemmdust töluvert og var enn  illfært um svæðið þeim megin helgina 15-16 ágúst fyrir litla bíla.  Líklegast er staðan á vestursvæðinu svipuð.

Frekari upplýsingar verða settar á vefsíðuna eins fljótt og verða má.  Ef einhver lumar á myndum af vegaskemmdum væri gaman að fá þær til birtingar á vefnum.   Best að senda á netfangið eirasi@eirasi.net


14. júlí 2009
Kort sem sýnir slóða og varnargarða á Fellsmörk

Unnið hefur verið kort sem sýnir helstu slóða á Fellsmörk.  Var unnið með GPS tæki af Einari Ragnari og Gunnari Sigurðssonum 13. og 14. júlí 2009.

Smellið á myndina til að fá hana stóra
Smellið á kortið til að sjá það stórt.


14. júlí 2009
Það er sumar á Fellsmörk

Nokkrar myndir frá Fellsmörk

Smellið á myndina til að fá að skoða fleiri myndir!
Sóleyjar við Heiðarbraut

 
Vegvísir Hólsbrautar


Skógarþröstur á Hlíðarbraut

Ýmsar myndir teknar hér og þar á Fellsmörk dagana 11 til 13. júlí 2009.

Sjá myndasíðu!


8. júlí 2009
Kort sem sýna GPS mæliniðurstöður á Fellsmörk

PDF skjöl með GPS mæliniðurstöðum Fellsmerkur hafa verið sett á vefinn


8. júlí 2009
Gögn aðalfundar frágengin á vef félagsins

Búið er að ganga frá gögnum aðalfundar Fellsmerkur á vef félagsins.


18. júní 2009
Sameiginleg gróðursetning um Jónsmessuhelgina

Efnt verður til árlegrar gróðursetningar laugardag 20. júní.


8. júní 2009
Ályktanir aðalfundar Fellsmerkur

Ályktanir aðalfundar Félags landnema á Fellsmörk hafa verið kynntar fyrir stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur 


11. maí 2009
Uppfært félagatal
Félagatal Fellsmerkur hefur verið uppfært á vef félagsins.  Sjá á síðu um félagið.

28. apríl 2009
Aðalfundur Fellsmerkur 27. apríl 2009

Aðalfundur Fellsmerkur var haldinn á Elliðavatni 27. apríl 2009.  Á aðalfundinum voru hefðbundin aðalfundarstörf samanber fundarboð sem sent hafði verið til félagsmanna.  Ein breyting varð í stjórn félagsins þar sem Einar Kristjánsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu en í hans stað var einróma kjörinn Sveinn Baldursson.  Aðrir í stjórn voru endurkjörnir, sem og formaður félagsins, Hannes Siggason.

Flutt var skýrsla plöntudagsnefndar um Landgræðsluskógaverkefnið og á fundinum voru samþykktar tvær ályktanir.

Að fundi loknum var boðið upp á kaffiveitingar.

Gögn sem tengjast fundinum:

Fundargerð
Skýrsla stjórnar
Skýrsla plöntunefndar
Lokatölur gróðursetningar árið 2008
Myndræn framsetning Landgræðsluskóga á Fellsmörk 2002 til 2008
Ályktun vegna leigugjalda
Ályktun vegna landnemasamninga
Fleiri myndir frá fundinum
Fundarboð


Apríl 2009
Vor á Fellsmörk um páska

Það vorar snemma á Fellsmörk.  Krókusar og páskaliljur voru i blóma um páskana og margar trjátegundir voru farnar að bruma.  Óskandi er að ekki geri vorhret eins og hefur stundum gerst.

Fleiri myndir


24. mars 2009
Erindi Helga Áss Grétarssonar um lög um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús

Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur hélt erindi 24. febrúar síðastliðinn um lög um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús.  Hann hefur gefið leyfi til að birta hér grein sem hann skrifaði og birtist í handbók sumarbústaðaeigenda árið 2008.

Grein Helga Áss Grétarssonar
Lög nr. 75 frá 2008 um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús


3. febrúar 2009
Fræðslufundur 24. febrúar um ný lög um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús

Stjórn Félags landnema á Fellsmörk boðar til fræðslufundar þriðjudaginn 24. febrúar næstkomandi klukkan 20:00 í húsakynnum Félags frímerkjasafnara að Síðumúla 17 Reykjavík (önnur hæð).

Fundarefni: Ný lög um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús sem samþykkt voru á Alþingi 2008.

Helgi Áss Grétarsson, sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands, sem vann að undirbúningi laganna, flytur erindi og svarar fyrirspurnum að því loknu.

Sjá einnig fundarboð


4. janúar 2009
Vetur á Fellsmörk


Vetrarlegir hestar í girðingunni fyrir neðan Álftagróf

Snjór var á Fellsmörk á jólaföstu eins og víðast um allt land.  Nú eftir áramótin hefur hins vegar allan snjó tekið upp.  Fyrstu helgina í janúar rigndi sem aldri fyrr.  Vegurinn var farinn að skemmast og að verða ófær undir Hlíðarbraut en var enn vel jeppafær fyrir vestan Fellið á laugardeginum.  Hvort það breyttist seinna um helgina er ekki vitað.

Sigurjón í Pétursey mun væntanlega laga skemmda vegi en þeir sem hyggja á vetrarferðir í Fellsmörk kanna oft færðina hjá Sigurjóni áður en farið er af stað.

Sjá myndir frá jólaföstu í Fellsmörk á myndasíðu


 

 

 

 

 

 

    

Facebook síða Fellsmerkur

 

LUMAR ÞÚ Á EFNI?

Landnemar og aðrir sem luma á efni sem tengist Fellsmörk eru hvattir til að senda það til félagsins svo það komist á vefinn.  Sérstaklega er óskað eftir myndum í hóflegu magni sem m.a. sýna hvernig ræktunarstarfið gengur.

Sendist til umsjónarmanns vefsins á netfangið eragnarsig@gmail.com.