|
28. desember 2006
Stjórnarfundur
28. desember |
Stjórnarfundur
var haldinn milli jóla og nýárs hjá Hjalta.
Fundargerð er aðgengileg á vefnum. Sjá
hér.
|
|
27. desember 2006
Fréttir af vegum og
veðrum |
Óveður hefur gert í desember.
Ekki er vitað um skemmdir á húsum landnema og þeir sem hafa
farið um svæðið hafa litið eftir eignum. Miklar skemmdir
urðu hins vegar á gömlum bragga í landi Holts og er sagt að
hann hafi splundrast.
Vegir inn í Hlíðarbraut og Krók
voru ófærir um miðjan desember en hafa verið lagfærðir
þannig að jeppafært er að telja þar inneftir.
Sjá mynd sumarið
2007 af bragganum
|
|
8. desember 2006
Skemmdir á varnargörðum
|
Varnargarðar og slóðar fóru
illa síðastliðið haust og hefur verið unnið að lagfæringum
Vestursvæðið:
Búið er að laga vesturslóða, færa og byggja veginn upp
að hluta og setja nýtt ræsi við bæjarlækinn. Varnargarðurinn
frá Einbúanum og austurúr er horfinn og í næsta hlaupi er
því hætta á að áin vaði yfir allt aftur. Klósettið verður
tekið í gegn næsta vor.
Austursvæðið:
Áin ferðast eftir austurslóða og allt ófært eða illfært.
laga þarf vegarslóðana en einnig er nauðsynlegt að byggja
upp varnargarðinn við Krók upp aftur. Klósettið verður tekið
niður og fært í skjól.
|
|
8. desember 2006
Stjórnarfundur 7. desember |
Stjórnarfundur
var haldinn 7. desember hjá Einari Ragnari.
Fundargerð er á vefnum, sjá
hér.
|
|
júní 2006
Plöntudagur á Jónsmessu 24. júní |
Árlegur
plöntudagur Fellsmerkur var haldinn á
Jónsmessunni 24. júní árið 2006. Tókst
vel að vanda. Myndir frá plöntuninni
sem Hannes Siggason tók má sjá
hér.
|
|
Apríl 2006
Fannfergi á páskum |
Fólk
í Fellsmörk vaknaði í sannkölluðu
æfintýralandi að morgni laugardags um páska.
Það var snjólaust að kvöldi föstudags langa
en um nóttina snjóaði töluvert í logni og
skartaði Fellsmörkin sínu fegursta um
morguninn.
Nánar
|
|
Janúar 2006
Miklir vatnavextir í janúar 2006 |
Snjórinn sem var
um miðjan janúar 2006 í Fellsmörk tók fljótt
upp þegar hlýnaði í veðri og hann lagðist í
stórrigningar. Sunnudaginn 29. janúar voru
gríðarlegir vatnavextir og flæddi Hafursáin
út um allt. Fólk sem var í Fellsmörk var
heppið að komast til baka heilu og höldnu!
Nánar
|
|