UM FELLSMÖRK

STAÐHÆTTIR

LANDGRÆÐSLU
SKÓGUR

MYNDIR

FÉLAGIÐ

FRÉTTIR

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

2007

2006

2005

2004

2003
 

TENGINGAR

SKJALASAFN

 TIL BAKA

 

----------------------
SÉRSTAKT EFNI

Erindi Valdimars af aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs

Fuglalíf á Fellsmörk

Panoramamyndir


----------------------
FLÝTILEIÐIR

Félagatal

Fundargerðir

Vegir og slóðar

Lönd á Fellsmörk (GPS)

 

   

 

Fellsmörk

Fréttir árið 2015



31. maí 2015
Erindi Valdimars um skógarnytjar af aðalfundi 2015
Erindi Valdimars Reynissonar um skógarnytjar er komið á vefinn.
 

 - Erindi Valdimars Reynissonar: Skógarnytjar




31. maí 2015
Plöntudagur 27. júní

Gert er ráð fyrir að sameiginleg gróðursetning, plöntudagur verði laugardag 27. júní.  Nánar auglýst síðar.


30. maí 2015
Ekki vel fært í Fellsmörk eftir breytingar á veginum

Fellsmörk - illa farinn vegur
Háir torfærir ruðningar á veginum inn í Fellsmörk austan undir Fellsfjalli

Vegagerðin hefur ráðist í framkvæmdir við veginn inn í Fellsmörk.  Frá þjóðveginum og áleiðs að Felli hefur verið borið ofan á veginn þannig að ræman sem ekið er á er orðin frekar mjó.  Vandasamt getur verið að mætast þar.

Austan við Fellsfjall lítur framkvæmdin hins vegar út eins og vegurinn hafi verið breikkaður og mold úr kantinum notuð í ofaníburð.  Þetta gerði veginn illfæran og má segja að hann sé ekki fær fólksbílum á meðan háir ruðningar hafa ekki verið heflaðir niður.  Líkur eru á að vegurinn verði drullusvað ef rignir ofan í hann á sama tíma og þungir malarbílar fara um veginn.

Vonast er til að Vegagerðin lagi veginn eftir sig.



24. maí 2015
Veisla skúmsins á áreyrum Hafursár
Að kvöldi 24. maí mátti sjá skúm steypa sér ofan af Keldudalsheiði á eftir líklega fýl sem mátt sín lítils. Fýllinn laskaðist á flugi og lenti niður við Hafursá. Þar var skúmurinn með sína einka fýlaveislu!

Kannski skondnast þegar nálgast var til að mynda herlegheitinn þá hrökklaðist skúmurinn í burtu þar sem hann líklega hélt að tvífætlurnar ætluðu að hafa af sér veislumatinn.

Fellsmörk: Skúmur gæðir sér á múkka.

Fellsmörk: Skúmur gæðir sér á múkka.
 Fellsmörk: Skúmur gæðir sér á múkka.

Fleiri myndir frá Einari Ragnari hér.

Maí 2015
Aðalfundur Fellsmerkur 2015
Aðalfundur Fellsmerkur var haldinn að Elliðavatni, 12. maí.

 - Fundarboð sent félagsmönnum.

Stjórn félagsins var kjörin óbreytt frá síðasta ári.

Valdimar Reynisson flutti erindi um skógarnytjar.


22. febrúar 2015
Óveður á Fellsmörk
Nú gengur yfir mikið óveður á Suðurlandi. Það er orðið verulega hvasst og ef tekið er mið af veðurspám þá verður hvassast um kvöldmatarleytið. Nokkur  skjáskot af vef Verðurstofunnar og Belgings.

Fyrst er það staðan á veðurstöðvum, tekið af vef Veðurstofunnar. Það er verulega hvasst á öllum veðurstöðfum í námunda við Fellsmörk. Eftir því sem liðið hefur á morguninn hefur verið að bæta í vindinn en veðrið nær ekki hámarki fyrr en um kvöldmatarleytið ef tekið er mið af veðurspám. Með þessu er ofankoma þannig að það má segja að stórhríð sé á öllu svæðinu. Eftir því sem líður á daginn hlýnar eins verður þurrt. 



Ef skoðað er nánar veðrið á Vatnskarðshólum þá sést að indhviður fara yfir 40m/s en til samanburðar eru gömlu 12 vindstigin "ekki nema" 35m/s. Stðan á Steinum undir Eyjafjöllum er svipuð. 21m/s og ofankoma heitir á íslensku glórulaus stórhríð.


Loks, af Belgingi er spá fyrir kvöldið. Þar er gert ráð fyrir að vindurinn verði í hámarki um kvöldmatarleytið. Þetta er spáin fyrir kl. 18:00 í dag, 22. febrúar 2015. Fellsmörk er þar sem guli ferningurinn er þannig að svæðið sleppur við al sterkasta vindinn. En samt fer stöðugur vindur upp undir 40m/s sem er yfir 12 vindstigum.



 

 

 

 

    

Facebook síða Fellsmerkur

 

LUMAR ÞÚ Á EFNI?

Landnemar og aðrir sem luma á efni sem tengist Fellsmörk eru hvattir til að senda það til félagsins svo það komist á vefinn.  Sérstaklega er óskað eftir myndum í hóflegu magni sem m.a. sýna hvernig ræktunarstarfið gengur.

Sendist til umsjónarmanns vefsins á netfangið eragnarsig@gmail.com.