14. júlí 2014
Skuggasniigillinn algengur í Fellsmörk
Snigill í
Fellsmörk. Bleytutíðin er uppáhalds fyrir
sniglana sem eru út um allt í Fellsmörk
þetta sumarið. Þessi er mjög algengur í
Fellsmörk núna og er líklega af tegundinni
skuggasnigill (Arion subfuscus), Sjá vef
Náttúrufræðistofnunar:
http://www.ni.is/poddur/nattura/poddur/nr/1118
Þarna er sem sagt ekki um spánarsnigil
að ræða.
Ef einhver sér snigil
líkjast spánarsnigilinnum of mikið skal hann
tekinn og afhentur náttúrufræðistofnun en
annars drepinn á staðnum. Upplýsingar um
spánarsnigilinn eru hér:
http://www.ni.is/poddur/gardur/poddur/nr/964
29. júní 2014
Þegar flugur drepast á laufblöðum
Stundum hefur orðið vart við sérkennilegan
pöddudauða á laufblöðum alaskaaspar.
Flugurnar virðast hafa orðið fastar við
tréð, flestar á laufblaði en nokkrar á stilk
eins og næst efsta flugan. Einnig dálítið
sérkennilegt að flugurnar eru hvítröndóttar.
Erfitt að átta sig á hvort flugurnar hafi
aflitast eftir að þær drápust en við leit á
pödduvefnum fannt ekki svona hvítröndótt
fluga.
Svo er væntanlega til einhver
skýring á af hverju þær drepast svona - en
þekki hana ekki. Held samt að ég hafi áður
séð flugur, dauðar á sama hátt.
Neðri
myndirnar tvær eru teknar eftir að búið var
að taka laufblaðið af trénu þannig að þær
eru í rauninni á hvolfi. Þ.e. flugurnar
héngu neðan á laufblaðinu.
2014
Af plöntudegi 2014, 28. júní
Sameiginleg gróðursetning gekk að vanda mjög
vel og kláraðist líklega bara á met tíma. Um
kvöldið var svo grillað í Dönsku Tó, bústað
Hjalta og Júlíu í Króki.
Hægt er að smella á myndirnar til að sjá
fleiri myndir frá gróðursetningunni annars
vegar og grillveislunni hins vegar.
Fleiri myndir er einnig að finna á
Fésbókarsíðunni.
25. júní 2014
Plöntudagurinn er um helgina, laugardag 28.
júní
Frá sameiginlegri gróðursetningu í júní 2013
Gróðursetning í sameiginlegt svæði
Fyrirhugað er að gróðursetja um 2.680
plöntur frá Landgræðsluskógum í sameiginleg
svæði á gróðursetningardaginn. Mæting er við
Fell innan við gömlu hlöðuna að austan, þar
sem við höfum gróðursett undanfarin ár, kl.
13.00 – stundvíslega.
Áður en verk hefst verður farið yfir það sem
gera á – því er mikilvægt að þátttakendur
mæti stundvíslega.
7 þúsund plöntur til gróðursetningar
á reitum landnema:
Deilt verður út rúmlega 7.000 plöntum á
landnemaspildur þegar sameiginlegri
gróðursetningu lýkur og er mælst er til þess
að plöntuskammtar séu teknir þennan dag.
Plönturnar verða staðsettar í Keldudal í
landi Helgu og Auðuns, eftir 20. júlí verður
öllum frjálst að taka ósóttar plöntur.
Sameiginlegt grill í Dönskutó: Eftir gróðursetningu er fyrirhugað
að grilla saman við Dönskutó, Krók 10, hjá
Hjalta og Júlíu, þar sem kynt verður upp í
kolunum.
Hafið með ykkur mat, drykki og annað sem
þarf til mannfagnaðar og grillveislu af
þessu tagi ( kol +grill + pappadiskar + mál
+ hnífapör).
Gaman væri ef einhver hefur tök á að taka
með hljóðfæri til undirleiks við fjöldasöng
ef sá gállin verður á fólki.
Skil á plöntubökkum:
Landnemar eru minntir á að skila tómum
plöntubökkum í gömlu hlöðuna á Felli.
Áhöldum, sem fengin hafa verið að láni hjá
Skógræktarfélagi Reykjavíkur, þarf að skila
strax eftir sameiginlega gróðursetningu þ.
28. júní í gömlu hlöðuna að Felli.
15. maí 2014
Aðalfundur 2014 haldinn á Elliðavatni 14.
maí
Aðalfundur Fellsmerkur var haldinn á
Elliðavatni 14. maí 2014.
Talsverðar umræður urðu á fundinum um stöðu
mála varðandi þinglýsingar landnemasamnina
og leyfi til bygginga landnema. Bréf hafa
borist frá yfirvöldum þar sem landnemum sem
hafa ekki þinglýsta leigusamninga er hótað
því að sumarbústöðum þeirra verði þinglýst á
ríkið og þeir missi þar með eignarrétt sinn
yfir þeim. Landnemar sem höfðu hafið
byggingu geta ekki haldið áfram og öðrum er
haldið í óvissu um hvort þeir fái að byggja
nokkurn tíman. Á sama tíma eru
landnemar látnir borga leigu skv.
óþinglýstum samningum sem þó fela í sér
byggingarleyfi. Hafa landnemar greitt
árlega í samræmi við slíka samninga í meira
en 20 ár.
Félagar sem hafa skipað stjórn Fellsmerkur
síðasta árið gáfu kost á sér áfram og var
endurkjörin á fundinum.
Á fundinum flutti Páll Einarsson
jarðeðlisfræðingur erindi um jarðfræði og
umgjörð eldstöðvarinnar í Kötlu
1. maí 2014
Aðalfundur 2014 boðaður og tímasetning
plöntudags
Fundarboð aðalfundar hefur verið sent út til
félagsmanna og verður aðalfundurinn haldinn
á Elliðavatni, miðvikudaginn 14. maí og
hefst fundurinn kl. 20:00.
Á fundinum verða hefðbundin aðalfundarstörf
í samræmi við lög félagsins en einnig mun
jarðsvísindamaðurinn Páll Einarsson fjalla
um hugsanlegar afleiðingar af Kötlugosum
fyrir Fellsmörk.
Einnig er búið að tímasetja árlegan
sameiginlegan gróðursetningardag og er miðað
við laugardag 28. júní 2014. Nánari
upplýsingar um plöntudag verða sendar út er
nær dregur.
30. apríl 2014
Vorið komið á Fellsmörk í lok apríl
Loðbrúskarnir springa út á víðinum.
Það vorar nokkuð vel á Fellsmörk og þrátt
fyrir sögur af skemmdum girðingum þá kemur
gróðurinn ekki illa undan vetri - a.m.k.
ekki þar sem verið var á Hlíðarbraut
sunnudag 27. apríl.
Eknar voru allar aðalgötur og er staða
þeirra nokkuð góð miðað við undanfarin ár.
Klifandi hefur ekki skemmt slóðana fyrir
neðan vesturhluta Fellsmerkur og eru þeir
þokkalega greiðfærir. Sama má segja um
slóða á austurhluta Fellsmerkur. Vegir
eru hins vegar grýttir og á það kannski
helst við um veginn frá Pétursey inn að
Felli.
Geymsluskúr eða Kamar við Heiðarbraut hefur
svo fokið til í vetur og brotnað, sjá mynd hér til hliðar.
Sigurjón í Pétursey hefur haft auga með
girðingum og eru þær hins vegar illa farnar
eftir veturinn og töluverð vinna við
lagfæringar á þeim.
Landnemar og aðrir sem vita um skemmdir eða
einhver verkefni sem þarf að vinna ættu að
snúa sér til stjórnar félags landnema þannig
að verkin komist í framkvæmd.
Landnemar og
aðrir sem luma á efni sem tengist Fellsmörk eru hvattir til að senda það
til félagsins svo það komist á vefinn. Sérstaklega er óskað eftir
myndum í hóflegu magni sem m.a. sýna hvernig ræktunarstarfið gengur.