Hannes Siggason í forsvari fyrir plöntuhópinn hefur búið til ítarlegt yfirlit yfir plöntun sumarsins 2004.
Þar kemur fram að alls var plantað um 12 þúsund plöntum sem er áþekkur fjöldi eða kannski ívið minna en hefur verið síðastliðin ár. Skipting eftir svæðum er eftirfarandi:
Sameiginleg gróðursetning:
Við austurhlíðar Fells 1.445 plöntur
Neðst í Gilbraut við Fell 1.445 plöntur
---------------------------------------------------
Sameiginleg gróðursetning alls 2.890 plöntur
Plöntun í einstök svæði:
Heiðarbraut 1.430 plöntur
Gilbraut 1.613 plöntur
Hólsbraut 1.537 plöntur
Dalbraut 0 plöntur
Keldudalur 1.250 plöntur
Hlíðarbraut 979 plöntur
Krókur 2.490 plöntur
---------------------------------------------------
Gróðursetning í einstök svæði alls 9.300 plöntur
Eftir tegundum:
Alaskaösp 770 plöntur
Birki 7.949 plöntur
Víðir 2.120 plöntur
Rússalerki 460 plöntur
Bergfura 480 plöntur
Blágreni 420 plöntur
---------------------------------------------------
Alls 12.190 plöntur
Að auki var farið með 720 kg af áburði og 50 kg af grasfræi á gróðurlítil svæði.