UM FELLSMÖRK

STAÐHÆTTIR

LANDGRÆÐSLU
SKÓGUR

MYNDIR

FÉLAGIÐ

FRÉTTIR

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

2007

2006

2005

2004

2003
 

TENGINGAR

SKJALASAFN

 TIL BAKA

 

----------------------
SÉRSTAKT EFNI

Erindi Valdimars af aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs

Fuglalíf á Fellsmörk

Panoramamyndir


----------------------
FLÝTILEIÐIR

Félagatal

Fundargerðir

Vegir og slóðar

Lönd á Fellsmörk (GPS)

 

   

 

Fellsmörk

Fréttir árið 2019



Október 2019

Gilbrautin aftur mikið skemmd

Það var eiginlega viðbúið að Gilbrautin myndi skemmast aftur í næstu stórrigningum. Í lok okóber var hún að heita ófær nema fyrir jeppa. Einnig urðu skemmdir á ræsum á stofnbrautinni og á myndinni að neðan er Tryggvi Felixson að laga veginn þar þannig að hægt væri að aka hann.

Ekki er ljóst hvenær gert verður við Gilbrautina þar sem vetur fer nú í hönd.


júní 2019
Lagfæringar á vegum og girðingum

Sumarið 2018 og áfram veturinn á eftir var vegurinn upp Gilbraut að skemmast og var orðinn hálf ófær vorið 2019. Núna er búið að bera ofan í veginn og er hann kominn í gott stand. Reyndar hefur ekkert sýnilegt verið gert varðandi vantsrennsli eftir veginum og má því búast við að hann skemmist aftur ef stórrigningar verða eins og var sumarið 2018.  En er á meðan er!

Eins þá virðist hafa tekist betur til með lagfæringar á girðingum núna í vor heldur en síðasta vor á austurhluta Fellsmerkur sérstaklega þar sem kindur voru í stórum hópum innan girðingar sumarið 2018. Í könnunarferð í byrjun júní 2019 var ekki að sjá neitt sauðfé innan girðinar á austurhlutanum.


júní 2019
Aðalfundur að Elliðavatni, 4. júní 2019

Aðalfundur fellsmerkur var haldinn að Elliðavatni, 4. júní 2019. 

Óbreytt stjórn hjá félaginu og plöntudagur tilkynntur 29. júní 2019.

 

 

 

 

 

 

    

Facebook síða Fellsmerkur

 

LUMAR ÞÚ Á EFNI?

Landnemar og aðrir sem luma á efni sem tengist Fellsmörk eru hvattir til að senda það til félagsins svo það komist á vefinn.  Sérstaklega er óskað eftir myndum í hóflegu magni sem m.a. sýna hvernig ræktunarstarfið gengur.

Sendist til umsjónarmanns vefsins á netfangið eragnarsig@gmail.com.