Það var efnt til sérstaks Fellsmerkurdags
laugardag 13. ágúst 2022, heppnaðist vel en
kom kannski ekki til af góðu því sameiginleg
gróðursetning féll niður þetta árið.
Eins og kom fram í kynningu á Facebook: Gert
ráð fyrir að skoðunarferðin geti tekið 4
tíma. Gæti teygst en gæti líka orðið
styttra. Hver og einn þarf auðvitað ekkert
að vera lengur en vill.
Við munum helst velta fyrir okkur gömlum
minjum, örnefnum og gönguleiðum á svæðinu.
Dagskrá er í grófum dráttum svona:
Þetta verður allt saman að mestu spilað
af fingrum fram og þeir sem best þekkja til
og geta best sagt frá hverjum stað munu
fræða okkur hin. Ekki mjög niðurneglt
skipulag en markmiðið að þetta verði
skemmtilegt og að allir læri eitthvað nýtt
um svæðið.
Áherslan verður á að stoppa á nokkrum
stöðum en ekki að ganga um allt svæðið.
Þetta á að geta verið fyrir alla. Deginum
lýkur svo með hefðbundnu sameiginlegu grilli
í Dönsku Tó hjá Hjalta og Júlíu í Króki.
Gert ráð fyrir að það verði kl. 19 og
hver komi með sitt að grilla.