UM FELLSMÖRK

STAÐHÆTTIR

LANDGRÆÐSLU
SKÓGUR

MYNDIR

FÉLAGIÐ

FRÉTTIR

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

2007

2006

2005

2004

2003
 

TENGINGAR

SKJALASAFN

 TIL BAKA

 

----------------------
SÉRSTAKT EFNI

Erindi Valdimars af aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs

Fuglalíf á Fellsmörk

Panoramamyndir


----------------------
FLÝTILEIÐIR

Félagatal

Fundargerðir

Vegir og slóðar

Lönd á Fellsmörk (GPS)

 

   

 

Fellsmörk

Fréttir árið 2022


6. nóvember 2022
Ræsið endurnýjað á Keldudalsánni

Skógræktarfélagið hefur látið endurnýja ræsið á Keldudalsánni. Eitt rör í stað tveggja en talsvert stærra. Talið koma betur út en það hefur ítrekað orðið ófært inn á austursvæði Fellsmerkur þegar vegurinn hefur farið í sundur þarna við ræsið sem hefur ekki haft undan vatnsflaumnum

 


14. ágúst 2022
Fellsmerkurdagurinn fyrsti

Það var efnt til sérstaks Fellsmerkurdags laugardag 13. ágúst 2022, heppnaðist vel en kom kannski ekki til af góðu því sameiginleg gróðursetning féll niður þetta árið.

Eins og kom fram í kynningu á Facebook: Gert ráð fyrir að skoðunarferðin geti tekið 4 tíma. Gæti teygst en gæti líka orðið styttra. Hver og einn þarf auðvitað ekkert að vera lengur en vill.

Við munum helst velta fyrir okkur gömlum minjum, örnefnum og gönguleiðum á svæðinu. Dagskrá er í grófum dráttum svona:

  • Við kynnum okkur bæjarrústirnar á Gamla-Felli sem eru neðst í Hólsbraut. Þar eru minjar um útihús, sauðakofa, virkjun og fleira. Bent verður á gönguleið upp á Fell, inn með Bæjarlæk og upp úr Botnum.
  • Keyrum austur fyrir Fell og stoppum líklegast við hlöðuna. Veltum því svæði fyrir okkur.
  • Keldudalur þar sem Keldudalsbærinn stóð. Ef tími er til förum við einnig inn í Hlíðarbraut.
  • Krókur. Þar skoðum við hvar hugsanlega gamalt bæjarstæði var

Þetta verður allt saman að mestu spilað af fingrum fram og þeir sem best þekkja til og geta best sagt frá hverjum stað munu fræða okkur hin. Ekki mjög niðurneglt skipulag en markmiðið að þetta verði skemmtilegt og að allir læri eitthvað nýtt um svæðið.

Áherslan verður á að stoppa á nokkrum stöðum en ekki að ganga um allt svæðið. Þetta á að geta verið fyrir alla. Deginum lýkur svo með hefðbundnu sameiginlegu grilli í Dönsku Tó hjá Hjalta og Júlíu í Króki. Gert ráð fyrir að það verði kl. 19 og hver komi með sitt að grilla.


6. maí 2022
Aðalfundur 2022

Boðað hefur verið til aðalfundar í Félagi landnema á Fellsmörk og verður fundurinn haldinn 19. maí 2022, sbr. útsent fundarboð. Fundarboðið var sent til skráðra félaga á netfangalista félagsins í gær, 5. maí 2022.

Á fundinum var kynnt fyrsta tillaga Skógræktarfélags Reykjavíkur vegna væntanlegs deiliskipulags Fellsmerkur.


27. mars 2022
Vegur í sundur við Keldudalsá

Vegurinn inn á austurhluta Fellsmerkur við Keldudalsá er nær farinn í sundur, hættulegur og alveg ófær eins og hann er núna.

Það hefur étist úr báðum megin við veginn á kafla og hann er líklega bara um 1.5 metrar þar sem hann hefur skemmst mest.

Vesturhuti Fellsmerkur er nokkurn veginn í lagi fyrir utan það að eitthvað hefur runnið úr Gilbrautinni. Er líklega bara jepplingsfær núna.

Varnargarðar virtust ekki hafa skemmst neitt.


Mars 2022
Vinna við deiliskipulag

Vinna við deiliskipulag í gangi. Spurningakönnun send til allra félagsmanna og tveir fudnir haldnir: 9. og 10. mars 2022.

Málið var fyrst kynnt fyrir landnemum í tölvupósti frá Skógræktarfélaginu 1. mars 2022.

Í framhaldi kynningarfunda voru fundir með fulltrúum stjórnar Fellsmerkur og Skógræktarfélags Reykjavíkur.

 

 

 

    

Facebook síða Fellsmerkur

 

LUMAR ÞÚ Á EFNI?

Landnemar og aðrir sem luma á efni sem tengist Fellsmörk eru hvattir til að senda það til félagsins svo það komist á vefinn.  Sérstaklega er óskað eftir myndum í hóflegu magni sem m.a. sýna hvernig ræktunarstarfið gengur.

Sendist til umsjónarmanns vefsins á netfangið eragnarsig@gmail.com.