Aðalfundur
Skógræktarfélags Reykjavíkur var
haldinn 13. apríl síðastliðinn.
Í skýrslu stjórnar sem formaður
félagsins, Þrötsur Ólafsson flutti
var komið inn á málefni
fellsmerkur:
"Við eigum annars konar Heiðmörk
austur undir Klofningum undan
Mýrdalsjökli, sem gefið var nafnið
Fellsmörk. Þetta er land fjögurra
býla sem ríkið tók eignarnámi á
níunda áratugi síðustu aldar, til að
geta haft betri stjórn á tveimur
fljótum, sem afmarka mörkina -
Klifanda að vestan en Hafursá að
sunnan og austan. Til að bægja
fljótunum frá þjóðveginum um
Suðurland var þeim beint á köflum
uppí landið, þar sem þau hafa farið
hamförum, brotið land og eytt vegum.
Skógræktarfélagið gerði samkomulag
við ríkið árið 1988 til fimmtíu
ára, um að það fengi landið til
leigu, með heimild til að
endurleigja spildur til
landnema. Á ýmsu hefur gengið með
umsýslu og uppbyggingu þarna. Þar
skipta akfærir vegir megin máli, auk
áhuga landnemanna sjálfra. Nú er
ástandið þannig að vegir eru í
miklum ólestri eftir mikil flóð og
erfitt eða ógerlegt fyrir suma
landnema að komast til landspildna
sinna. Við það geta þeir ekki unað
til lengdar.
Til að koma þessu í lag þarf að
finna varanlegt vegstæði og leggja
nýja vegi, sem kosta munu mikla
fjármuni. Skógræktarfélagið sem
leiguliði hefur farið fram á að
landeigandinn ríkið eða
undirstofnanir þess komi að þessu
verki, því akfærir vegir voru þarna
þegar upphaflegur samningur var
gerður. Ríkið hefur því að okkar
mati skyldum að gegna þarna. Allar
umleitanir um aðkomu þess hafa þó
verið árangurslausar og öllum
vandanum ýtt til okkar.
Við höfum boðist til að kaupa
landið af ríkinu, til að koma
álitamálum á hreint og með því,
létta undir með því, enda er
núverandi fyrirkomulag
óframkvæmanlegt og í andstöðu við
nýleg lög um frístundabyggðir.
Árangur alls þessa er enginn.
Landbúnaðarráðherra vill greinilega
halda þeim möguleika opnum að
búskapur verði hafinn að nýju á
grýttum brekkunum undir Klofningum,
á jörðunum sem ríkið tók eignarnámi
og lagði undirlendi þeirra undir
beljandi jökulfljót. Það væri eftir
öðru.
En ríkið á þetta og auðveldasta leið
ráðherra er að standa á sínu og
segja nei. Það reynir greinilega á
þolrifin hjá okkur Íslendingum að
semja. Já- hvílíkir eru þessir
tímar... "
Nánari umfjöllun
um
aðalfund
Skógræktarfélags
Reykjavíkur er á
heimasíðu félagsins.
|