Yglan mætt á staðinn
Um miðjan júlí var ygla að gæða sér á loðvíðiblaði. Hefur undirritaður ekki séð yglu jafn snemma sumars
áður. Reyndar sáust ekki nema tvær lirfur en samt má kannski gera ráð fyrir að þessir snemmbúnu en
frekar óvelkomnu gestir séu fyrirboði fyrir öflugt yglufár þegar kemur fram í ágúst.
Af öðru kvikindi sem hefur verið að gera trjáræktendum í Reykjavík grammt í geði er birkikemban.
Ekki er vitað til að hún hafi gert vart við sig í Fellsmörk en ef einhver hefur
orðið hennar var væri kostur að dreifa þeim upplýsinum. Þar sem birkikemban er t.d. komin í
garða í Reykjavík og er að fara mjög illa með birkitré þar, er kannski vert að benda landnemum á að
fara varlega í að flygja tré úr Reykjavík og austur í Fellsmörk. Ummerki birkikembu eru eins og
sést á mundum hér að neðan:
Birkitréð sem er í garði í Reykjavík er með brúnt lauf vegna áhrifa birkikembunnar og hér til
hliðar má sjá hvernig laufið lítur út að innan. Það belgist út og verða svartir þræðir innan í því þegar
lirfan hefur púpað sig. Líftími birkikembunnar er þannig að fiðrildi koma úr púpum seint
í apríl og verpa í maí í birki sem er að byrja að bruma. Lifran étur sig síðan inn í
laufið og skilur eftir sig þessa svörtu þræði þegar hún púpar sig. Púpan bíður svo í
jarðveginum fram á næsta vor þegar fiðrildið vaknar til lífsins.
Þannig má gera ráð fyrir að birkitré úr bökkum sem hafa verið sett í potta í Reykjavík
til að stækka eitthvað fyrir gróðursetningu séu komin með birkikembuna og því líklegast ekki æskilegt að
fara með þau austur í Fellsmörk.
Plöntudagur landnema á Fellsmörk sem féll niður síðustu tvö ár vegna eldgosa og vorkulda tókst afar vel þetta sinnið.
Nokkuð fámennt var í gróðursetningunni en það kom ekki mikið að sök þar sem vel tókst að klára þann skammt sem gert var ráð fyrir að gróðursetja.
Þeir landnemar sem eiga eftir að sækja sinn landnema skammt sækja hann í Keldudal við verkfæraskúrinn sem er við bústað Helgu og Auðunns.
Skammturinn er í þægilegra lagi þetta árið eða 188 plöntur alls eins og sést hér til hliðar.
Mikilvægt er að sækja skammtinn sem fyrst en eftir 15. júlí verður öllum landnemum frjálst að taka ósóttar plöntur.
Landnemar eru minntir á að skila tómum plöntubökkum í gömlu hlöðuna á Felli.
Nokkrar myndir frá gróðursetningunni er hægt að skoða hér.
Júní 2012
Nánar um sameiginlegu gróðursetninguna 30. júní
Mæting er við Fell innarlega að austan, þar sem gróðursett hefur verið undanfarin ár, laugardag 30. júní, kl. 13.00 – stundvíslega.
Þá verður farið yfir það sem gera á – því er mikilvægt að þátttakendur mæti stundvíslega.
Eftir gróðursetningu er fyrirhugað að grilla saman við Dönskutó, hús Júlíu og Hjalta, þar sem Hjalti mun kynda upp í kolunum.
Hafið með ykkur mat og drykk og annað sem þarf til mannfagnaðar og grillveislu af þessu tagi ( grill + pappadiskar + mál + hnífapör).
Gaman væri ef einhver hefur tök á að taka með hljóðfæri til undirleiks við fjöldasöng ef sá gállin verður á fólki.
Mælst er til þess að plöntuskammtar séu teknir þennan dag. Plönturnar verða staðsettar í Keldudal í landi Helgu og Auðuns, eftir 15. Júlí verður öllum frjálst að taka ósóttar plöntur.
Landnemar eru minntir á að skila tómum plöntubökkum í gömlu hlöðuna á Felli. Áhöldum, sem fengin hafa verið að láni hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, þarf að skila strax eftir sameiginlega gróðursetningu þ. 30. júní í gömlu hlöðuna að Felli.
Ákveðið er ráð fyrir að halda plöntudag í Fellsmörk 30. júní núna í sumar.
Hafa sameiginlega gróðursetningu og hittast svo öll austur í Króki hjá Hjalta og Júlíu um kvöldið. Farin verður kynningarferð um austasta svæðið,
nýju varnargarðarnir skoðaðir, grillað saman og hafa gaman. Verður kynnt betur þegar nær dregur.
Stjórnin
apríl 2012
Aðalfundur 2012 verður 3. maí
Sælir kæru félagar nær og fjær.
Um leið og við viljum óska ykkur gleðilegs sumars viljum við bjóða ykkur á aðalfund Félags landnema á Fellsmörk fimmtudaginn 3. maí klukkan 20:00.
Fundurinn verður haldinn í samkomusal Skógræktarfélags Reykjavíkur að Elliðavatni.
Það viðraði vel á fólk og gróður á sumardaginn fyrsta. Tré eru að springa út og sumarið var greinilega mætt á réttum tíma!
Það var vel jepplingsfært um austurhluta Fellsmerkur. Lítið hefur reynt á varnargarðinn í vetur og er
ekið eftir honum inn til Hlíðarbrautar og inn í Krók. Farið er meðfram garðinum til að komast inn upp í Keldudal. Laga þarf slóðana inn í brautirnar.
Gert er ráð fyrir að staðan sé svipuð frir vestan Fellið. Þar er búið að merkja fyrir varnargörðum en engar framkvæmdir hafnar.
Landnemar og
aðrir sem luma á efni sem tengist Fellsmörk eru hvattir til að senda það
til félagsins svo það komist á vefinn. Sérstaklega er óskað eftir
myndum í hóflegu magni sem m.a. sýna hvernig ræktunarstarfið gengur.