UM FELLSMÖRK

STAÐHÆTTIR

LANDGRÆÐSLU
SKÓGUR

MYNDIR

FÉLAGIÐ

Félagatal

Stjórn

Fundargerðir

Lög félagsins

Ýmis gögn  Fellsmerkur

Meiri gögn

FRÉTTIR

TENGINGAR

SKJALASAFN

 TIL BAKA

 

----------------------
SÉRSTAKT EFNI

Erindi Valdimars af aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs

Fuglalíf á Fellsmörk

Panoramamyndir


----------------------
FLÝTILEIÐIR

Félagatal

Fundargerðir

Vegir og slóðar

Lönd á Fellsmörk (GPS)

 

  

     

Stjórnarfundur í Félagi landnema í Fellsmörk haldinn 28.12.2006

(Sjöundi fundur stjórnar Fellsmerkur starfsárið 2005-2006, haldinn hjá Hjalta Elíassyni)

Mættir: Einar Kristjánsson, Einar Ragnar Sigurðsson, Hjalti Elíasson, Kjartan Kárason og Magnús Jóhannesson
Forföll:  Auðunn Oddsson og Sveinn Björnsson

Helstu atriði úr fundargerð:

1.  Fundargerð síðasta fundar:  Farið yfir fundargerð síðasta fundar.  Kjartan gerði athugasemd við 2. lið fundargerðarinnar um að þar hefði mátt koma fram að óskað hefði verið eftir að gjöldum landnema væri ráðstafað í samræmi við gerða samninga við landnema ekki síður en þeim samningsdrögum sem unnið er að með Skógræktarfélagi Reykjavíkur. 

2.  Staða mála varðandi samninga við Skógræktarfélag Reykjavíkur um yfirtekinn rekstur:  Fram kom að svar hafi borist frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur sem beðið var eftir á síðasta fundi.  Fram kom í svari Skógræktarfélagsins að framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Skógræktarfélagsins hefðu fundað um málið.  Engin svör voru gefin varðandi samninginn eða þá kröfu að gjöldum landnema væri ráðstafað til uppbyggingar á Fellsmörk í samræmi við samninga.  Hins vegar var heitið greinargerð um málið í 2. eða 3. viku janúar.

Í svari Skógræktarfélagsins kom einnig fram hvaða listi hafði verið sendur á milli Skógræktarfélagsins og Landbúnaðarráðuneytisins um samninga sem landnemar hefðu gert við Skógræktarfélagið um Fellsmörk.  Sá listi innihélt 30 samninga en af þeim 30 samningum lítur út fyrir að:

20 samningar eru fyrir rétta aðila miðað við þær upplýsingar sem koma fram í félagatali á vef Fellsmerkur og eru þeir fyrir alls 22 löndum þar sem tveir þeirra eru fyrir tveimur löndum.

3 samningar eru tvíteknir fyrir sömu aðila. T.d. er Jón Þór með tvo samninga fyrir sama landið og Júlía er skráð fyrir þremur samningum fyrir þau tvö lönd sem hún er með ásamt Hjalta. Ekki er gert ráð fyrir að þessir aukasamningar skipti miklu máli.

5 samningar fyrir 5 eða 6 lönd eru fyrir landnema sem eru löngu hættir eftir því sem best er vitað og lönd þeirra ekki setin.

2 samningar til viðbótar eru fyrir aðila sem einnig eru taldir vera löngu hættir en aðrir landnemar eru með skráða samninga fyrir viðkomandi lönd. Eru þetta þeir Björn Júlíusson og Axel Bender sem eru skráðir fyrir löndum í Keldudal sem eru núna setin af Elsu og Pálma annars vegar en Auðuni og Helgu hins vegar enda þau með skráða samninga um það.

Alls eru 39 lönd setin skv. félagatali Fellsmerkur og komu því 17 lönd landnema ekki fram á listanum.  Búið er að senda fyrirspurn til Skógræktarfélags Reykjavíkur hverju þetta sæti og farið fram á að málið verði leiðrétt við Landbúnaðarráðuneytið hið fyrsta.  Þessu verður fylgt eftir af formanni Fellsmerkur í fyrstu vikum janúar.

Stjórnarmenn munu hafa samband við landnema á sínum brautum og afla upplýsinga um samninga sem hafa verið gerðir en komu ekki fram á listanum frá ráðuneytinu og Skógræktarfélaginu.
 

3.  Upplýsingagjöf til landnema og aðalfundur:  Ákveðið að senda landnemum bréf um stöðu mála fyrir miðjan janúar.  Stefnt verður að aðalfundi í síðasta lagi í apríl.  Er gert ráð fyrir að það sá aðalfundur verði sameiginlegur fyrir árin 2006 og 2007.
 

4.  Framkvæmdir á Fellsmörk:  Búið er að laga vegi töluvert eins og komið hefur fram á vef félagsins. Fram kom að varnargarðurinn austast í Fellsmörk er í hættu þar sem áin hefur grafið sig niður við hlið hans og gæti grafið undan honum. Unnið verður að því að varnargarðar verði lagfærðir núna í vetur.   

Eftir því sem best er vitað eru allar leiðir í Fellsmörk a.m.k. jeppafærar. Miðað verður við að vegir sem skemmast verði gerðir a.m.k. jeppafærir en frekari viðgerðir bíði þangað til búið er að laga úr varnargarða. Unnið verður að áætlun um  hvað verði gert næsta vor og í sumar.  Gert er ráð fyrir að sú áætlun verði kynnt á aðalfundi félagsins.  Umsjón með þessu er hjá Kjartani og Hjalta.
 

5.  Önnur mál:

Yfirlit yfir plöntun á plöntudegi 2006:  Hjalti mun fá upplýsingar hjá Hannesi um magn frá í sumar og koma til Einars Ragnars sem sér um að uppfæra þær upplýsingar á vef félagsins.
 

Næsti stjórnarfundur: 
Stefnt að hafa hann hjá Auðuni í lok janúar 2007.  Þá ætti greinargerð að vera komin frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Stungið var upp á því að Helgi Gíslason kæmi á fundinn og mun Einar Ragnar verða í sambandi við Helga út af því.


Fundargerð skráð af Einari Ragnari Sigurðssyni

 

 

 

 

 

 

2018-2019

2016-2018

2015-2016

2014-2015

2013-2014

2012-2013

2011-2012

2010-2011

2009-2010

2008-2009

2007-2008

2005-2007

2004-2005

2003-2004

2002-2003

 

Facebook síða Fellsmerkur

 

LUMAR ÞÚ Á EFNI?

Landnemar og aðrir sem luma á efni sem tengist Fellsmörk eru hvattir til að senda það til félagsins svo það komist á vefinn.  Sérstaklega er óskað eftir myndum í hóflegu magni sem m.a. sýna hvernig ræktunarstarfið gengur.

Sendist til umsjónarmanns vefsins á netfangið eragnarsig@gmail.com.