Að gerast þátttakandi í
Fellsmörk?
Landnemar á Fellsmörk leigja landskika sína af
Skógræktarfélagi Reykjavíkur og gera samning um leiguna. Landnemar
greiða leigu til Skógræktarfélagsins sem stendur undir kostnaði vegna
verkefnisins, svo sem að viðhalda vegum og girðingum en upphaflega einnig að greiða
sameiginlegt leigugjald til Landbúnaðarráðuneytisins /
Fjármálaráðuneytisins sem var
landeigandinn. Skógræktarfélagið keypti jörðina af ríkinu í mars 2018.
Upphaflega var gert ráð fyrir að landnemar mættu byggja sér sumarbústaði
á löndum sínum. Sumir byggðu fljótlega en aðrir sem ekki byggðu
fljótlega hafa lent í vandræðum með að fá formleg byggingarleyfi.
Þáverandi eigandi
jarðarinnar (íslenska ríkið) og leigutakinn (Skógræktarfélag
Reykjavíkur) komust ekki að samkomulagi um annað en að það verði
ekki gefin út fleiri byggingarleyfi fyrir sumarbústaði á svæðinu.
Þeir sem vilja kanna möguleika á að gerast aðilar
að Fellsmerkurverkefninu snúa sér til
Skógræktarfélags Reykjavíkur.
|