UM FELLSMÖRK

STAÐHÆTTIR

LANDGRÆÐSLU
SKÓGUR

MYNDIR

FÉLAGIÐ

FRÉTTIR

TENGINGAR

SKJALASAFN

 TIL BAKA

 

----------------------
SÉRSTAKT EFNI

Erindi Valdimars af aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs

Fuglalíf á Fellsmörk

Panoramamyndir


----------------------
FLÝTILEIÐIR

Félagatal

Fundargerðir

Vegir og slóðar

Lönd á Fellsmörk (GPS)

 

   

 

Hvað er Fellsmörk?

Fellsmörk er eitt af verkefnum Skógræktarfélags Reykjavíkur og var hugmyndin með Fellsmörk að þar gætu félagsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur orðið landnemar og fengið úthlutað landskika til plöntunar gegn gjaldi.  Þeir myndu sjá sjálfir um að annast kaup á plöntum sem voru upphaflega innifaldar í árgjaldi og úthlutað af Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Seinna hætti Skógræktarfélag Reykjavíkur plöntusölu og sáu landnemar sjálfir þá um að útvega plöntur sem hafa komið frá Landgræðsluskógaverkefninu síðustu árin, landnemum að kostnaðarlausu.  Gegn því að annast skógrækt á svæðinu og greiða leigu hafa landnemar rétt til byggingar sumarbústaða á sínum skikum.

Fellsmörk samanstendur af jörðunum Felli, Álftagróf og Keldudal í Mýrdalshreppi sem Skógræktarfélag Reykjavíkur leigði af landbúnaðarráðuneytinu í þeim tilgangi að stunda þar skógrækt.  Fyrirkomulagið var meðal annars kynnt áhugasömum félagsmönnum í Skógræktarfélagi Reykjavíkur í bréfi sem líklega var sent út haustið 1989.  Skógræktin hófst svo árið 1990.

Landnemar stofnuðu með sér félag strax í upphafi og var stofnfundur félagsins haldinn í Norræna húsinu 10. apríl 1990.  Á hann mættu 38 manns.

Upphaflega var Fellsmörk um 300 Ha að stærð en þegar Álftagróf var seld út úr Fellsmörk síðla árs 2005 minnkaði svæði líklega um 50 Ha.

Flestir hófu ræktun á svæðinu fljótlega eftir að verkefnið fór af stað á árunum eftir 1990.  Nokkrir hafa bæst við síðan.   Ákveðin óvissa ríkir nú um hvort fleiri landnemasamningar verði gerðir þar sem slík úthlutun samrýmist ekki lengur stefnu landbúnaðarráðuneytisins sem er eigandi jarðanna sem mynda Fellsmörk.  Á meðan ekkert annað hefur verið ákveðið munu ekki fleiri aðilar geta bæst við í Fellsmörk.  En upplýsingar um mögulega aðild að Fellsmörk gefur Skógræktarfélag Reykjavíkur.

Sú óvissa sem ríkti í kringum árið 2010 um hvort fleiri aðilar gætu bæst við í Fellsmörk hefur hægt og rólega þróast í vissu um að það verði ekki neinum vætt við, a.m.k. er ekkert sem bendir til annars. Önnur óvissa hefur svo bæst við og er að festa sig í sessi á árinu 2013 en það er um rétt landnema til bygginga á svæðinu en upphaflega var gert ráð fyrir að landnemar mættu byggja sér skála eða sumarbústað á löndum sínum.  Það hefur þróast þannig að ekki eru gefin út byggingarleyfi fyrir slíkum húsum þar sem landeigandi og leigutaki svæðisins, þ.e. íslenska ríkið og Skógræktarfélag Reykjavíkur geta ekki náð samkomulagi um það að fólki sem hefur greitt stofngjald þar sem byggingarrétti var lofað og staðið skil á leigu í yfir 20 ár fyrir land ætlað til sumarbústaða.fái að byggja sér sumarbústaði.  Eitthvert munnlegt samkomulag er þó í gildi um að það megi byggja litla kofa svona 10 fermetra á svæðinu.

 

 

 

 

    

Facebook síða Fellsmerkur

 

LUMAR ÞÚ Á EFNI?

Landnemar og aðrir sem luma á efni sem tengist Fellsmörk eru hvattir til að senda það til félagsins svo það komist á vefinn.  Sérstaklega er óskað eftir myndum í hóflegu magni sem m.a. sýna hvernig ræktunarstarfið gengur.

Sendist til umsjónarmanns vefsins á netfangið eragnarsig@gmail.com.