---------------------- Erindi Valdimars af aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs
|
Landgræðsluskógur á Fellsmörk
Í fellsmörk er annars vegar plantað í sameiginleg svæði og hins vegar í spildur landnema. Meirihluti þess sem hefur verið plantað síðastliðin ár af þeim plöntum sem tengjast Landgræðsluskógaverkefninu hefur verið plantað í landnemaspildurnar. Stafar það af ýmsu. Svo sem því að meirihluti þess svæðis sem er til ráðstöfunar eru landnemaspildurnar og jókst sá munur umtalsvert þegar ákvörðunin var tekin um að selja Álftagróf. Þess má geta að frá árinu 2003 hefur ekki verið gróðursett í það svæði sem ákvörðun var um að selja. Einnig fer sameiginlega gróðursetningin fram á einum tilteknum degi þegar landnemar fjölmenna á Fellsmörk til gróðursetningar og því er takmörkunum háð hve mikið er hægt að gróðursetja með þeim hætti. Á myndinni hér að neðan sést skipting milli svæðanna. Vinstra megin á myndinni sést hvað hefur verið plantað í landnemaspildurnar en hægra megin eru sameiginlegu svæðin Einnig er hægt að skoða skiptingu milli ára sem er eftirfarandi
|
LUMAR ÞÚ Á EFNI? Landnemar og aðrir sem luma á efni sem tengist Fellsmörk eru hvattir til að senda það til félagsins svo það komist á vefinn. Sérstaklega er óskað eftir myndum í hóflegu magni sem m.a. sýna hvernig ræktunarstarfið gengur. Sendist til umsjónarmanns vefsins á netfangið eragnarsig@gmail.com.
|