UM FELLSMÖRK

STAÐHÆTTIR

LANDGRÆÐSLU
SKÓGUR

MYNDIR

FÉLAGIÐ

Félagatal

Stjórn

Fundargerðir

Lög félagsins

Ýmis gögn  Fellsmerkur

Meiri gögn

FRÉTTIR

TENGINGAR

SKJALASAFN

 TIL BAKA

 

----------------------
SÉRSTAKT EFNI

Erindi Valdimars af aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs

Fuglalíf á Fellsmörk

Panoramamyndir


----------------------
FLÝTILEIÐIR

Félagatal

Fundargerðir

Vegir og slóðar

Lönd á Fellsmörk (GPS)

 

  

     

Stjórnarfundur í Félagi landnema í Fellsmörk haldinn 24.1.2008


Staður:

Brekkubær við Hafravatn, Mosfellsbæ

Tími:

24. jan. 2008, kl. 20:00 – 22.00

Viðstaddir: Hannes Siggason (HS) formaður
Frá Heiðarbraut:  Sigrún María Kristinsdóttir (SMK)
Frá Gilbraut:  Einar Kristjánsson (EK)

F
rá Króki:  Hjalti Elíasson (HE)
Frá Hólsbraut:  Kjartan Kárason (KK)
Forföll boðuðu:

Frá Keldudal:  Auðunn Oddsson (AO)

Fjarverandi: Frá Hlíðarbraut:  Einar Ragnar Sigurðsson (ERS)

 

Dagskrá fundarins var  svohljóðandi:

1) Fundargerð síðasta stjórnarfundar (Umsj: Ritari / EK)
2)
Næsta skref við gerð GPS-korta af landnemalóðum í Fellsmörk (Umsj: HS)
3)
Upplýsingar frá fulltrúa Félags landnema á Fellsmörk í vinnuteymi Landgræðslunnar með umsjón varnargarða við Klifanda (Umsj:  HE)

******Kaffihlé******

4) Fréttir af stjórnarstörfum SR (Umsj. HE)
5) Heimasíða félagsins (Umsj. ERS)
6) Önnur mál (Allir)


 

1  Fundargerð síðasta stjórnarfundar.

Fundargerðin var lesin upp (EK) og samþykkt og undirrituð af fundarmönnum. Fundargerð vinnufundar stjórnar, sem var haldinn 10. jan. 2008, afgreidd með sama hætti.

 

2 Næsta skref við gerð GPS-korta af landnemalóðum í Fellsmörk.

SMK hélt fund laugardaginn 19/1 '08 með landnemum Heiðarbrautar. Farið var yfir stöðuna vegna GPS-mælinga en engar ljósmyndir, sem sýna legu spildnanna, undirritaðar. Verður annar fundur haldinn. Ákveða þarf spildu Sveins Björnssonar en eitthvað vantar upp á að hún nái einum hektara.

 Nokkur umræða varð á stjórnarfundinum um stækkun landnemaspildna umfram einn hektara. Komu fram efasemdir (EK) um það hvort rétt væri að landnemar teygðu lönd sín umfram það sem upphaflegar mælingar með hælum sýna. Dæmi um slíkt í Heiðarbraut og víðar.

 HS dreifði á fundinum uppfærðum ljósmyndum af brautunum, sem sýna stöðu hnita eftir vinnufundinn frá 10. janúar, unnar af Elínu Erlingsdóttur hjá Landnotum. HE mun koma myndum til Jóns Þórs landnema í Dalbraut og Auðuns Oddssonar til þess að unnt sé að samþykkja þær með undirritun. HS skilar myndum til ERS.

 

3 Upplýsingar frá fulltrúa Félags landnema á Fellsmörk í vinnuteymi Landgræðslunnar með umsjón varnargarða við Klifanda.

HE hitti Gylfa Júlíusson, sérfræðingi Landgr., nýlega og ræddi við hann um framhald málsins, þ.e. styrkveitingu til aðgerða vegna vatnavaxta á Fellsmörk. Svæðið verður skoðað með vorinu, væntanlega með þátttöku Sigurjóns Eyjólfssonar í Eystri-Pétursey og reynt að átta sig á aðstæðum. Enn er allt óljóst um það hvort fjármagn til aðgerða fæst.

 

4  Fréttir af stjórnarstörfum SR.

Engar fréttir er að færa nú í janúar (starfsemin um jól og áramót snerist að mestu um jólatrésölu og mál henni tengdum). Verður stjórnarfundur hjá SR í byrjun febrúar. 

 

5 Heimasíða félagsins.

Þessi liður féll niður þar eð ERS var fjarverandi

 

6. Önnur mál.

HS afhenti gjaldkera félagsins KK bréf frá skattayfirvöldum um framtalsskyldu félagsins og bað hann taka til athugunar og afgreiðslu..

 

Fundi slitið kl. 22.00.


Fundargerðina ritaði Einar Kristjánsson
Dreifing
: Stjórn félagsins, ;  Heimasíða félagsins

 

 

 

 

 

 

2018-2019

2016-2018

2015-2016

2014-2015

2013-2014

2012-2013

2011-2012

2010-2011

2009-2010

2008-2009

2007-2008

2005-2007

2004-2005

2003-2004

2002-2003

 

Facebook síða Fellsmerkur

 

LUMAR ÞÚ Á EFNI?

Landnemar og aðrir sem luma á efni sem tengist Fellsmörk eru hvattir til að senda það til félagsins svo það komist á vefinn.  Sérstaklega er óskað eftir myndum í hóflegu magni sem m.a. sýna hvernig ræktunarstarfið gengur.

Sendist til umsjónarmanns vefsins á netfangið eragnarsig@gmail.com.