Vinnufundur vegna GPS mælinga
í Félagi landnema í Fellsmörk haldinn
10.1.2008
Staður: |
Laugateigur 16, Reykjavík
|
Tími: |
10.
jan. 2008, kl. 20:00 – 22.30
|
Viðstaddir: |
Hannes Siggason (HS) formaður
Frá Keldudal: Auðunn Oddsson (AO)
Frá Heiðarbraut: Sigrún María Kristinsdóttir (SMK)
Frá Hlíðarbraut:
Einar Ragnar Sigurðsson (ERS)
Frá Gilbraut: Einar Kristjánsson (EK)
Frá
Króki:
Hjalti Elíasson (HE)
Frá Hólsbraut: Kjartan Kárason (KK)
Elín Erlingsdóttir landfræðingur frá Landnotum |
|
|
Fundarefni:
Skoðun Loftmynda frá Fellsmörk með innfærðum hnitum
sem sýna allar landnemaspildur eins og starfsmenn Landnota hafa mælt þær
á haustdögum 2007.
Fundargerð:
Skoðun Loftmynda frá Fellsmörk með innfærðum hnitum
sem sýna allar landnemaspildur eins og starfsmenn Landnota hafa mælt þær
á haustdögum 2007.
HS dreifði ljósritum af loftmyndunum til fundarmanna
og öðrum gögnum (1 til 6).
Mynd af hverri braut um sig var varpað með skjávarpa
á vegg og sérhver landspilda skoðuð. Nokkur óljós atriði komu fram í
Heiðarbraut sem þarf að lagfæra. Munu SMK og Elín Erlingsdóttir finna
lausn á því máli. Þá þarf að hafa samband við Jón Þór landnema í
Dalbraut og grennslast fyrir um það hvernig hann vill láta spildu sína
líta út (nær nú Langt upp í hlíðar Fells). Gerðar voru nokkrar
lagfæringar á hnitum í Keldudal í samráði við AO. Aðrar brautir virðast
vera í lagi.
Ákveðið að Elín E. færi inn á myndirnar leiðréttingar
samkvæmt framansögðu og sendi HS nýjar myndir sem framsendir þær
fulltrúum brautanna. Þeir boði hver og einn landnema sinnar brautar til
fundar til þess að yfirfara og samþykkja mælingarnar og áriti hver
landnemi ljósmynd af sinni braut til samþykkis mælingu hennar.
Haldin verði almennur félagsfundur þegar samþykki
ljósmynda allra brauta liggur fyrir og málið yfirfarið og ályktað um það
í heild.
Fundargerðina ritaði Einar Kristjánsson
|