Stjórnarfundur í Félagi landnema í Fellsmörk haldinn
22.11.2007
Staður: |
Hlíðargerði 23, Reykjavík
|
Tími: |
22. nóv. 2007, kl. 20:00 – 22.00
|
Viðstaddir: |
Hannes Siggason (HS) formaður
Frá Hlíðarbraut:
Einar Ragnar Sigurðsson (ERS)
Frá Gilbraut: Einar Kristjánsson (EK)
Frá
Króki:
Hjalti Elíasson (HE)
Frá Hólsbraut: Kjartan Kárason (KK) |
Forföll boðuðu: |
Frá Keldudal: Auðunn Oddsson (AO)
Frá
Heiðarbraut:
Sigrún María Kristinsdóttir (SMK)
|
Dagskrá fundarins var svohljóðandi:
1) Fundargerð síðasta
stjórnarfundar (Umsj: Ritari / EK)
2) Staða GPS-mælinga í Fellsmörk (Umsj: Brautarstjórar og HS)
3) Umsókn um styrk til
Landgræðslunnar (Umsj: EK)
******Kaffihlé******
4) Lóðarleigusamningar á grundvelli GPS-mælinga og undanfari þeirra (Umsj:
HS)
5) Fréttir af stjórnarstörfum SR (Umsj. HE)
6) Heimasíða félagsins (Umsj.
ERS)
7) Önnur mál (Allir)
1
Fundargerð síðasta stjórnarfundar.
Fundargerðin var lesin upp (EK) og
samþykkt og undirrituð af fundarmönnum.
2 Staða GPS-mælinga í Fellsmörk.
HS hafði samband við Elínu
Erlingsdóttur hjá Landnotum fyrr í dag: Vantar loftmynd af svæðinu
austan Fells; myndir frá austursvæðinu munu berast EE fyrir atbeina
Mýrdalshrepps. Úrvinnsla gagna er hafin. Punktur milli spildna 1 og 3 í
Heiðarbraut verður leiðréttur; Elín fer á staðinn og mælir punktinn
eftir ábendingu frá Björgvini Salómonssyni.
3 Umsókn um styrk til Landgræðslunnar.
EK gaf skýrslu um málið. Ekkert
hefur enn heyrst frá Landgræðslunni eins og lofað var, þ.e. frá Gylfa
Júlíussyni sérfræðingi Landgr. EK mun hafa samband við hann næstu daga
til þess að halda málinu vakandi. HE hefur rætt nýlega við Þórarin
Þorláksson og Sigurjón Eyjólfsson um varnargarðana á Fellsmörk. Landgr.
mun eiga flesta garða á austursvæðinu en Vegagerðin á vestursvæðinu.
Hafa bændur fyrir austan áhyggjur af ástandi garðanna.
4 Lóðarleigusamningar á grundvelli
GPS-mælinga og undanfari þeirra.
HS hefur
gert úttekt á þeim landnemasamningum sem til eru og eru þeir til í
fjórum gerðum eftir því hvenær þeir eru gerðir. Lagði HS fram útprentað
yfirlit um þá gerð samninga sem landnemar eru með. Flestir eru með gerð
4 frá 2001 þar sem gert er ráð fyrir að samningstími fylgi samningstíma
SR og LBR. Var álit fundarmanna að texti gerðar 4 skyldi vera grunntexti
samninga þeirra landnema sem enn hafa ekki undirritað neina samninga. HS
rakti samskipti sín undanfarnar vikur í tölvupósti við aðila málsins:
Sveitarstjórann í Vík, sýslumanninn í Vík, HG hjá SR og samskipti SR og
LBR. Er ekki annað að skilja en að allir aðilar málsins séu sáttir við
að frágangur samninga og þinglýsing eldri og nýrra samninga, ásamt
nauðsynlegum stofnskjölum, nái fram að ganga og liggur fyrir hvaða
verklagi skuli fylgt.
5 Fréttir af stjórnarstörfum SR.
HE var
beðin um að upplýsa stjórn SR um þinglýsingarferlið og þá vinnu sem er í
gangi til þess að ljúka því.
6 Heimasíða félagsins.
Ákveðið var að setja skannaða gerð
af upphaflegum samningi SR við LBR á heimasíðu félagsins. Þá var ERS
falið að senda félagsmönnum jóla- og áramótakveðju á heimasíðunni og
jafnframt setja myndir, sem voru sýndar á fræðslufundinum 5. nóv. sl.,
inn á síðuna.
7. Önnur mál.
Engin.
Fundi slitið kl. 22.00.
Fundargerðina ritaði Einar Kristjánsson
Dreifing: Stjórn félagsins,
; Heimasíða félagsins
|