TIL BAKA
----------------------
SÉRSTAKT EFNI
Erindi Valdimars af
aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs
Fuglalíf á Fellsmörk
Panoramamyndir
----------------------
FLÝTILEIÐIR
Félagatal
Fundargerðir
Vegir og slóðar
Lönd á
Fellsmörk (GPS) |
|
|
Stjórnarfundur í Félagi
landnema í Fellsmörk haldinn 12.3.2007
(þriðji fundur stjórnar veturinn 2006/2007, haldinn
heima hjá Auðuni Oddssyni)
Mættir: Auðunn Oddsson, Einar Kristjánsson, Einar Ragnar
Sigurðsson, Kjartan Kárason, Magnús Jóhannesson og Sveinn Björnsson
Forföll: Hjalti Elíasson
Helstu atriði úr fundargerð:
-
Athugasemdir við síðustu
fundargerð: Engar.
-
Fréttir af vegaskemmdum:
EK kom með þær fréttir að austan að vegurinn á austursvæðinu væri
rétt svo jeppafær og girðingar dinglandi eftir vatnavexti. Á
vestursvæðinu hefur myndast ófært skarð í veginn skömmu áður en
komið er að ræsinu. Ákveðið var að reyna að fá þetta í lag fyrir
páska.
-
Samningar við SR:
Algjör biðstaða er í þessu máli hjá SR. Fulltrúar SR hafa enn ekki
haft tíma til að hittast og ræða lokadrög samningsins en það stóð
til í janúar. ERS ætlar að reyna að þrýsta á að þessu verði lokið
fyrir aðalfund FLF í apríl.
-
Samningar landnema:
Helgi er búinn að koma upplýsingum til ráðuneytisins um að listi
þeirra frá desember 2006 hafi verið ófullnægjandi. ERS er kominn með
ljósrit af öllum samningum sem SR hefur undir höndum Á fundinum var
farið yfir þá samninga sem stjórnarmenn hafa safnað saman frá
síðasta fundi. Eftir er að ná sambandi við nokkra landnema. Komið
hafa í ljós nokkur tilvik um að landnemar finni ekki samninga hjá
sér og ætlar ERS að tala við Helga hjá SR um það hvað verður gert í
þeirra málum.
-
Umsókn um styrk:
Ákveðið var að sækja um styrk til Landgræðslu ríkisins vegna
landbrots í Fellsmörk. Ætla EK og MJ að hafa forgöngu í því máli og
vinna umsókn í samstarfi við SR og Harald, eiganda Álftagrófar.
-
Aðalfundur:
Ákveðið var að stefna að aðalfundi fimmtudaginn 26.4 2007. KK ætlar
að athuga hvort salur Félags frímerkjasafnara sé laus til afnota. KK
og HE var falið að taka saman yfirlit yfir verkefni sumarsins í
Fellsmörk og EK og MJ ætla að skipuleggja GPS-mælingar sumarsins.
Hvort tveggja verður kynnt á aðalfundinum.
-
Breytingar á fjallskilareglum:
MJ benti stjórnarmönnum á nýlega samþykkt sveitarstjórnar
Mýrdalshrepps sem leyfir undanþágu frá álagningu fjallskilagjalds að
því tilskildu að ekkert fé komi frá viðkomandi í safni eða
eftirleitum. Þetta þýðir væntanlega það að SR þarf hér eftir ekki að
greiða fjallskilagjald, sem hingað til hefur verið fjármagnað með
leigugjöldum landnema.
Fundargerð skráð af Sveini Björnssyni |
|
|