TIL BAKA
----------------------
SÉRSTAKT EFNI
Erindi Valdimars af
aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs
Fuglalíf á Fellsmörk
Panoramamyndir
----------------------
FLÝTILEIÐIR
Félagatal
Fundargerðir
Vegir og slóðar
Lönd á
Fellsmörk (GPS) |
|
|
Stjórnarfundur í Félagi
landnema í Fellsmörk haldinn 13.6.2006
(Fimmti fundur stjórnar Fellsmerkur veturinn
2005-2006, haldinn hjá Magnúsi Jóhannssyni)
Mættir: Auðunn Oddsson, Einar Kristjánsson, Einar Ragnar
Sigurðsson, Hjalti Elíasson, Kjartan Kárason og Magnús Jóhannesson
Forföll: Sveinn Björnsson
Helstu atriði úr fundargerð:
-
Samningur um yfirtöku
rekstrarins:
Farið var yfir stöðu mála. Lítið hefur miðað frá
síðasta fundi. Einar Ragnar mun áfram reyna að þoka málinu
áfram. Bréf verður sent til félagsmanna þar sem málið verður
kynnt. Reynt verður að ná samkomulagi fyrir aðalfund félags
landnema sem var ákveðinn í fyrstu viku septembermánaðar. Úr
því ekki náðist að hafa aðalfund í maí eins og til stóð þykir
eðlilegast að fresta honum til hausts. Bæði er að eki þykir
fært að hafa aðalfund núna í byrjun sumars þegar félagsmenn eru
margir farnir í sumarfrí og einnig er í raun ekki hægt að leggja
samkomulag fram fyrir fundinn eins og til stóð.
-
Landgræðsluskógasamningar og
plöntudagur: Plöntudagurinn verður 24. júní og er orðið öruggt
að trjáplöntur berast í tæka tíð. Samningur um Fellsmörk er
ekki tilbúinn og er Skógræktarfélag Íslands enn semja við
Skógræktarfélag Reykjavíkur. Ekki fullljóst hvar þær
samningaviðræður standa.
-
GPS mælingar: Einar Ragnar er
búinn að fara yfir og skoða þær mælingar sem gerðar voru í
Hlíðarbrautinni sumarið 2004. Mælingin er ekki fullnægjandi
þar sem nokkrir punktar voru ekki mældir. Eins þá lítur ekki
út fyrir mælt hafi verið í samræmi við óskir landnema á brautinni og
eru löndin allt frá því að vera 6.000 fm upp í 12.000 fm en öll lönd
eiga að vera því sem næst 10.000 fm. Ljóst er að fara þarf
yfir hvernig löndin hafa verið skilgreind þannig að hægt verði að ná
því markmiði að allir landnemar sitji við sama borð.
Gert er ráð fyrir að fulltrúar hverrar brautar sjái til þess að
hælar verði yfirfarnir og mælingar geti þá farið fram núna í sumar.
fundargerð skráð af Einari Ragnari Sigurðssyni |
|
|