UM FELLSMÖRK

STAÐHÆTTIR

LANDGRÆÐSLU
SKÓGUR

MYNDIR

FÉLAGIÐ

Félagatal

Stjórn

Fundargerðir

Lög félagsins

Ýmis gögn  Fellsmerkur

Meiri gögn

FRÉTTIR

TENGINGAR

SKJALASAFN

 TIL BAKA

 

----------------------
SÉRSTAKT EFNI

Erindi Valdimars af aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs

Fuglalíf á Fellsmörk

Panoramamyndir


----------------------
FLÝTILEIÐIR

Félagatal

Fundargerðir

Vegir og slóðar

Lönd á Fellsmörk (GPS)

 

  

     

Stjórnarfundur í Félagi landnema í Fellsmörk haldinn 3.5.2006

(Fjórði fundur stjórnar Fellsmerkur veturinn 2005-2006, haldinn hjá Sveini Björnssyni)

Mættir: Auðunn Oddsson , Einar Ragnar Sigurðsson, Hjalti Elíasson, Kjartan Kárason, Magnús Jóhannesson og Sveinn Björnsson
Forföll:  Einar Kristjánsson

Fyrir lá tölvupóstskeyti frá Einari Ragnari til stjórnarmanna með ýmsum atriðum sem rædd voru á fundinum.

Helstu atriði úr fundargerð:

  1. Landgræðsluskógar:  Lesin voru yfir drög að samningi milli Skógræktarfélags Íslands og Skógræktarfélags Reykjavíkur um landgræðsluskóg á Fellsmörk. Gerðar voru nokkrar athugasemdir við drögin og mun Einar Ragnar koma þeim á framfæri við Helga hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur. M.a. var þarf að skýra betur ákvæði um fjölda afhentra plantna í 6. grein samningsins og gildi eldri samninga sem fjallað er um í 7. grein.  

  1. GPS-mælingar: Farið var yfir stöðu hæla á landamerkjum skikanna og breytingar sem gera þarf á stærð skikanna. Stefnt er að því að mæla þær brautir sem eru klárar með hæla sína nú í sumar en þær brautir sem ekki verða tilbúnar verða mældar síðar. SR hefur fengið Sigurjón bónda í Pétursey til að sjá um mælingarnar. Eftirfarandi kom fram um stöðu mála á einstökum brautum:

    1. Í Krók þarf að komast að samkomulagi um stækkun skikanna í einn hektara í sátt við alla landnema þar. Mun Magnús beita sér fyrir því að ná landi hið fyrsta með þetta skipulag.

    2. Á Hlíðarbraut liggja lönd nokkuð ljóst fyrir.  Voru mæld sumarið 2004 en ekki er búið að vinna úr þeim mælingum.

    3. Í Keldudal þarf að ákveða lengingu á löndum og mun Auðunn tala við nábýlinga sína um það hvort skikarnir verða stækkaðir upp á við eða niður á Keldudalstúnið.

    4. Á Dalbraut, sem einungis er setin af einum landnema, Jóni Þór, mun skipulagi verða breytt á þann hátt að tveimur eða þremur skikum verður steypt saman í einn stærri. Stjórnin mun sjá um þetta í samráði við Jón Þór.

    5. Á Hólsbraut verða byggingarreitir færðir inn á skikana en þeir eru í dag í einum hnapp og hindra þar aðgang að nokkrum skikum. Síðan þarf að lengja skikana niður á við til að þeir nái einum hektara.

    6. Á Gilbraut og Heiðarbraut háttar þannig til að lönd liggja nokkuð ljóst fyrir og hælar eru að öllum líkindum í góðu lagi.  Líklega þarf þó almennt að lengja skika niður á við í átt frá brautunum svo að þeir nái einum hektara.

  1. Samningur um yfirtöku rekstrarins: Einar Ragnar hefur komið athugasemdum stjórnar Félags landnema á Fellsmörk á framfæri við SR en ekki fengið nein viðbrögð við þeim ennþá. Málin hafa því ekkert þokast undanfarið. Lögð hefur verið áhersla á það við SR að það þurfi að fara að ljúka þessu máli og hefur Einari Ragnari verið falið að reyna það fyrir hönd stjórnar landnemafélagsins. Ætlar hann að fara á fund Helga í þessari viku (viku 18) til að reyna að koma þessu máli áfram.

  1. Má gagnvart ráðuneytinu: Skoðaður var tölvupóstur sem SR barst frá landbúnaðarráðuneytinu vegna Fellsmerkur. Þar er óskað eftir afritum af öllum landnemasamningum félagsins, upplýsingum um það hverjir hafa byggt frístundahús og greinargerð um stöðu framkvæmdaáætlunar/skipulagsmála á svæðinu. Hafði Helgi hjá SR óskað eftir aðstoð stjórnar landnemafélagsins við að svara þessu.

  1. Plöntutölur:  Einar Ragnar tilkynnti að upplýsingar um plöntun á svæðinu frá og með 2002 væru komnar á Fellsmerkurvefinn. Óskaði hann eftir því að ef til væru eldri upplýsingar þá væru þær vel þegnar.

  1. Næsti fundur og aðalfundur: Ákveðið var að halda einn stjórnarfund enn áður en aðalfundur verður haldinn. Stefnt er að því að halda aðalfund áður en sumarfrí skella á.

 

 

 

 

 

 

2018-2019

2016-2018

2015-2016

2014-2015

2013-2014

2012-2013

2011-2012

2010-2011

2009-2010

2008-2009

2007-2008

2005-2007

2004-2005

2003-2004

2002-2003

 

Facebook síða Fellsmerkur

 

LUMAR ÞÚ Á EFNI?

Landnemar og aðrir sem luma á efni sem tengist Fellsmörk eru hvattir til að senda það til félagsins svo það komist á vefinn.  Sérstaklega er óskað eftir myndum í hóflegu magni sem m.a. sýna hvernig ræktunarstarfið gengur.

Sendist til umsjónarmanns vefsins á netfangið eragnarsig@gmail.com.