TIL BAKA
----------------------
SÉRSTAKT EFNI
Erindi Valdimars af
aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs
Fuglalíf á Fellsmörk
Panoramamyndir
----------------------
FLÝTILEIÐIR
Félagatal
Fundargerðir
Vegir og slóðar
Lönd á
Fellsmörk (GPS) |
|
|
Stjórnarfundur í Félagi landnema í Fellsmörk haldinn 2.5.2005
Sjöundi fundur stjórnar Fellsmerkur, haldinn hjá Auðunni
Mættir: Auðunn Oddsson, Einar Kristjánsson, Einar Ragnar Sigurðsson,
Hjalti Elíasson, Magnús Jóhannesson.
Fjarverandi stjórnarmenn: Kjartan J. Kárason
og Sveinn Björnsson
Helstu atriði úr fundargerð (Skráð af ERS vegna
forfalla SB):
-
Samkomulagið við Skógræktarfélags Reykjavíkur:
Lítið hefur gerst varðandi samkomulagið við Skógræktarfélag
Reykjavíkur en almennt má segja að það sé í lokafrágangi. Mál sem
út af standa eru einkum eftirfarandi:
-
Tryggja að heiðalönd og upprekstrarréttur fylgi ekki með hinu selda og
að núverandi eigandi haldi lögbýlisréttinum. Ef til standi að
stofna nýtt lögbýli þannig að lögbýli verði selt, þá verði það gert áður
en salan fer fram.
Ýmis
smáatriði voru eftir og var sá bolti hjá Kjartani og er gert ráð fyrir
að endanleg drög verði til í framhaldi af því og þau tekin fyrir á fundi
með fulltrúum SkógReyk. Vonast er til að hægt verði að funda með
Helga og Gunnlaugi föstudaginn 13. maí. -
Stjórnarmaður í Skógræktarfélagi Reykjavíkur: Fyrir fund
Skóræktarfélags Reykjavíkur kom fram ósk frá framkvæmdastjóra SkógReyk
að Félag landnema á Fellsmörk tilnefndi fulltrúa sem gæti tekið sæti í
varastjórn Skógræktarfélagsins. Niðurstaðan varð að stungið var
upp á Sigrúnu Kr. Magnúsdóttir, landnema í Heiðarbraut og hefur hún
tekið sæti í stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur. Verður það
eflaust til að efla tengslin milli beggja félaganna.
-
Plöntudagurinn:
Pöntun var send til Landgræðsluskóga að venju. Svör hafa ekki
komið ennþá en gert er ráð fyrir að afgreiðsla málsins gangi eðlilega
fyir sig. Lagt var til að plöntudagurinn verði 18. júní ef útlit
verður fyrir að plönturnar beruist í tæka tíð. Hjalti sem fulltrúi
stjórnar í plöntudagsnefndinni kemur þeirri hugmynd áfram.
Varðandi
umsjón á trjánum eftir að þau koma í Fellsmörk þá er gert ráð fyrir að
hægt verði að nota aðstöðu við Álftagróf enda ekki gert ráð fyrir að hún
hafi verið seld fyrir þann tíma. Það þarf samt að ræða við
fulltrúa Skógræktarfélagsins áður. -
Aðalfundur: Gert er ráð fyrir að samkomulag um yfirtöku
rekstrarins verði tekið fyrir á aðalfundu félagsins og það þurfi því að
liggja fyrir í endanlegri mynd áður en fundurinn fer fram. Miðað
er við hugsanlegar dagsetningar 25/26. maí eða 31. maí.
Varðandi
erindi á aðalfundinum var rifjað upp að á síðasta ári var uppi hugmynd
um að fá skordýrafræðing til að halda erindi um skordýr sem herja á
skógrækt. Einar Ragnar var með það mál á síðasta ári og grefur upp
hvar það var statt.
Varðandi
staðsetningu aðalfundar er fyrsti valkostur salur Ferðafélags Íslands en
annars kemur salur frímerkjasafnara til greina.
|
|
|
|
|