TIL BAKA
----------------------
SÉRSTAKT EFNI
Erindi Valdimars af
aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs
Fuglalíf á Fellsmörk
Panoramamyndir
----------------------
FLÝTILEIÐIR
Félagatal
Fundargerðir
Vegir og slóðar
Lönd á
Fellsmörk (GPS) |
|
|
Stjórnarfundur í Félagi landnema í Fellsmörk haldinn 6.10.2004
(Fundur stjórnar, haldinn hjá Kjartani Kárasyni)
Mættir: Auðunn Oddsson, Einar Kristjánsson, Einar Ragnar Sigurðsson,
Kjartan J. Kárason og Magnús Jóhannesson.
Fjarverandi stjórnarmenn: Hjalti Elíasson og Sveinn
Björnsson
Helstu atriði úr fundargerð:
-
Fundartími
í vetur
Gert
er ráð fyrir fundum að jafnaði einu sinni í mánuði í vetur og
verða þeir annað hvort á þriðjudögum eða fimmtudögum kl.
20:00. Lagt í hendur formanns að skipuleggja fundatímana nánar.
Ef stjórnin þarf að hittast örar vegna söluferlis Álftagrófar
eða annars verða þeir fundir boðaðir sérstaklega.
-
Erindi
frá Mýrdalshreppi um breytingu á skipulagi vegna smáhýsa í
Fellsmörk
Stjórn FLÁF hefur borist erindi frá Mýrdalshreppi um skipulagi
á Fellsmörk "verði breytt þannig að hægt sé að gefa leyfi
fyrir aukahúsi á lóð, s.s. gestahúsi eða vinnuskúr".
Þetta myndi þýða að smáhýsi margs konar sem eru á svæðinu
geta þá fengið varanlegt leyfi en ekki einungis bráðabirgðaleyfi
eins og verið hefur. Allir fundarmenn sammála um að þetta
yrði til bót og formanni félagsins falið að svara erindinu í
samræmi við það.
-
GPS
mál
Hlíðarbrautin var mæld upp síðastliðið sumar eftir að
landnemar við brautina höfðu farið yfir landamerki með fulltrúa
Skógræktarfélags Reykjavíkur. Niðurstöður mælinga hafa
ekki borist en gert er ráð fyrir að hægt verði að ganga frá
samningum í Hlíðarbraut til þinglýsingar núna í vetur og
síðan á sama hátt fyrir allt svæðið eftir að það hefur
verið mælt upp næsta sumar á sama hátt.
-
Væntanleg
sala Álftagrófar
Formanni félagsins barst nýlega tölvupóstur frá
framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur þess efnis að
Álftagróf yrði auglýst til sölu fljótlega.
Í ljósi þess að nefndin sem gert var ráð fyrir að færi á fund
ráðherra hefur ekki náð til hans ennþá var ákveðið að
endurskipuleggja aðgerðir örlítið og að formaður félagsins
kæmi meira inn í vinnuna. Var honum falið að ganga frá
bréfi til ráðherra og stjórnarmanna Skógræktarfélags
Reykjavíkur og jafnframt fá fund með ráðherranum. Álitið
var eðlilegt að þrír færu á fund ráðherra af hálfu félagsins
og miðað við að formaður þess komi inn í þann hóp þá verði
það: Formaður FLÁF (Einar Ragnar), einn félagsmaður
(stungið var uppá Björgvin Salómonssyni) og framkvæmdastjóri
Skógræktarfélags Íslands (Helgi Gíslason)
|
|
|
|