TIL BAKA
----------------------
SÉRSTAKT EFNI
Erindi Valdimars af
aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs
Fuglalíf á Fellsmörk
Panoramamyndir
----------------------
FLÝTILEIÐIR
Félagatal
Fundargerðir
Vegir og slóðar
Lönd á
Fellsmörk (GPS) |
|
|
Stjórnarfundur í Félagi landnema í Fellsmörk haldinn 22.4.2003
(Áttundi fundur stjórnar veturinn 2002/2003, haldinn hjá Áslaugu)
Mættir: Áslaug B. Ólafsdóttir, Einar Ragnar Sigurðsson, Elsa G.
Vilmundardóttir, Magnús
Jóhannesson og Sveinn Björnsson.
Helstu atriði úr fundargerð:
-
Aðalfundur:
Ákveðið var að fresta áður ákveðnum aðalfundi um viku og
halda hann þann 13. maí næst komandi. Annað stendur óbreytt
varðandi ákvarðanir um fundinn og verður sent út fundarboð á
næstu dögum.
-
Framtíð Álftagrófar
og leigusamninga á Fellsmörk: Ákveðið var að reyna að fá
fund með landbúnaðarráðuneytinu fyrir aðalfundinn og ræða
áform varðandi Álftagróf, en fréttir hafa borist af
fyrirhugaðri sölu húsanna ásamt 25 hekturum úr landi
jarðarinnar. Einar og Magnús munu fara á fundinn fyrir hönd
stjórnar félagsins.
Á
fundinum voru settir upp nokkrir kostir varðandi framtíð
leigusamninga landnema í ljósi hugmynda Skógræktarfélagsins og
ráðuneytisins. Verða þessir kostir tíundaðir í bréfi sem
sent verður með fundarboði aðalfundar.
-
Plöntudagurinn:
Mælst verður til þess við plöntuhópinn að fresta plöntudeginum
um eina viku, eða til 21. júní, vegna mikilla forfalla landnema
þann 14. júní.
-
GPS
mælingar: Ákveðið var að kynna fyrirhugaðar GPS mælingar
á aðalfundinum. Reynt verður að fá nýja staura hjá Skógræktarfélaginu
og stefnt að því að búið verði að merkja löndin á fullnægjandi
hátt fyrir 15. ágúst í sumar. Fulltrúar brautanna í stjórninni
munu hafa umsjón með merkingunum, hver á sinni braut.
|
|
|
|