TIL BAKA
----------------------
SÉRSTAKT EFNI
Erindi Valdimars af
aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs
Fuglalíf á Fellsmörk
Panoramamyndir
----------------------
FLÝTILEIÐIR
Félagatal
Fundargerðir
Vegir og slóðar
Lönd á
Fellsmörk (GPS) |
|
|
Stjórnarfundur í Félagi landnema í Fellsmörk haldinn 11.02.2003
(Fimmti fundur stjórnar veturinn 2002/2003, haldinn hjá Kjartani).
Mættir: Áslaug B. Ólafsdóttir, Einar Ragnar Sigurðsson, Kjartan Kárason, Magnús Jóhannesson og Sveinn Björnsson.
Helstu atriði úr fundargerð:
-
Uppboðsmál: Einar Ragnar kom með þær upplýsingar frá Skógræktarfélaginu að samkomulag væri komið á milli landbúnaðarráðuneytisins og félagsins um lausn á uppboðsmálinu í Álftagróf. Uppboðið er þar með endanlega úr sögunni og leigusamningur varðandi afnot félagsins af jörðinni stendur óbreyttur.
-
Aðkoma Skógræktarfélagsins: Í samtali Einars við Vigni kom enn fram áhugi Skógræktarfélagsins á að breyta aðkomu félagsins að starfinu í Fellsmörk. Ákvað stjórn Landnemafélagsins að bjóða Vigni á fund stjórnarinnar til að fá að heyra nánar um þær hugmyndir sem Skógræktarfélagið er með í þessum
efnum.
-
GPS-mælingar: Ákveðið að fulltrúi hverrar brautar í stjórn félagsins sjái um að gera landamerkjastikur klárar til mælinga í samráði við nágranna sína. Síðan er stefnt að því að
unnt verði mæla stikurnar í sumar
-
Viðhald svæðis: Varðandi framkvæmdir í sumar þá liggur það helst fyrir að lagfæra vegi, sérstaklega aðalvegi, einnig girðingar sem fóru í flóðunum í haust og svo varnargarð frá Heiðarbraut að Einbúa sem er orðinn mjög illa farinn. Verður þessu komið á framfæri við Vigni hjá Skógræktarfélaginu.
Sjá nánar á myndasíðu.
-
Plöntun: Kjartan ætlar að fá plöntulista fyrir sumarið og verður hann tekinn fyrir á næsta fundi. Formaður plöntunarhópsins verður boðaður á þann fund.
|
|
|
|