TIL BAKA
----------------------
SÉRSTAKT EFNI
Erindi Valdimars af
aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs
Fuglalíf á Fellsmörk
Panoramamyndir
----------------------
FLÝTILEIÐIR
Félagatal
Fundargerðir
Vegir og slóðar
Lönd á
Fellsmörk (GPS) |
|
|
Stjórnarfundur í Félagi landnema í Fellsmörk haldinn 5.11.2002
(annar fundur stjórnar veturinn 2002/2003, haldinn hjá Magnúsi).
Mættir: Áslaug B. Ólafsdóttir, Einar Ragnar
Sigurðsson, Elsa G. Vilmundardóttir, Magnús Jóhannesson, Kjartan Kárason
og Sveinn Björnsson.
Gestur fundarins var Vignir Sigurðsson framkvæmdastjóri
Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Helstu atriði úr fundargerð:
-
Vignir fór
yfir stöðu mála í Fellsmörk. Í máli hans kom m.a. fram að
Þórarinn bóndi í Álftagróf er á förum þaðan og óvíst
hvert framhald verður á búsetu. Jörðin hefur verið skráð á
nauðungaruppboð og hefur Skógræktarfélagið fengið tvo lögfræðinga
til liðs við sig í því máli. Hafa fulltrúar félagsins átt
fundi með ráðuneytinu um framvinduna og er fundur fyrirhugaður
aftur í næstu viku. Sagði Vignir að Skógræktarfélagið tæki
mjög ákveðið á þessu máli með bæði hagsmuni félagsins og
landnema í huga. Mun stjórn landnemafélagsins fylgjast með
framvindunni næstu vikurnar og verður Einar í sambandi við Vigni
út af þessu máli.
-
Vignir sagði
að mælingum á reitum í Fellsmörk væri lokið og ætlar hann að
senda stjórn landnemafélagsins mælipunktana. Aðspurður um
endurskoðun útreikninga á leigugjöldum reitanna og færslu þeirra
til samræmis við stærð reitanna sagði Vignir þetta væri
hugmynd sem þyrfti að ræða betur við stjórn landnemafélagsins
síðar. Ekkert væri búið að ákveða í þessu máli.
-
Vignir sagði
að því miður hefði lítið miðað við þau viðhalds- og
endurbótaverk sem sett hefðu verið á dagskrá s.l. sumar, þrátt
fyrir góðan vilja Skógræktarfélagsins. Ekki eru horfur á að ráðist
verði í frekari aðgerðir þar fyrr en uppboðsmálið er til
lykta leitt. Þó hefur Þórarinn í Álftagróf verið beðinn að
lagfæra veginn austast á svæðinu eftir flóðin í haust.
|
|