UM FELLSMÖRK

STAÐHÆTTIR

LANDGRÆÐSLU
SKÓGUR

MYNDIR

FÉLAGIÐ

Félagatal

Stjórn

Fundargerðir

Lög félagsins

Ýmis gögn  Fellsmerkur

Meiri gögn

FRÉTTIR

TENGINGAR

SKJALASAFN

 TIL BAKA

 

----------------------
SÉRSTAKT EFNI

Erindi Valdimars af aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs

Fuglalíf á Fellsmörk

Panoramamyndir


----------------------
FLÝTILEIÐIR

Félagatal

Fundargerðir

Vegir og slóðar

Lönd á Fellsmörk (GPS)

 

  

     

Stjórnarfundur í Félagi landnema í Fellsmörk haldinn 9.10.2002 

(fyrsti fundur stjórnar veturinn 2002/2003, haldinn hjá Einari Ragnari).

Mættir: Áslaug B. Ólafsdóttir, Einar Ragnar Sigurðsson, Magnús Jóhannesson, Kjartan Kárason og Sveinn Björnsson.
Helstu atriði úr fundargerð:
  1. Kjartan kosinn gjaldkeri og Sveinn ritari.

  2. Einar upplýsti að Jón vildi draga sig út úr stjórnini. Einar ætlar að athuga hvort Ágúst vilji taka sæti Jóns.

  3. Einar lagði fram tillögu að fundaáætlun stjórnar. Hún var samþykkt með þeirri breytingu að hafa fundi á þriðjudögum. Skoðað verður nánar síðar hvort rétt sé að hafa fundi næsta sumar.

  4. Áslaug hafði eftir Vigni hjá Skógræktarfélaginu að búið væri að mæla löndin í Fellsmörk, þ.e. hnit hornpunkta reitanna. Hjá Skógræktarfélaginu eru uppi hugmyndir um að breyta útreikningi leigugjalda og láta þau ráðast af stærð hvers reits. Ákveðið var að bjóða Vigni að koma á næsta stjórnarfund til að ræða þessi mál og fleiri. Einar mun hafa samband við hann út af þessu.

  5. Rætt var um framgang plöntudagsins s.l. sumar. Var hann vel skipulagður og til bóta að hafa standandi sýnishorn af plöntuskammti í Álftagróf fram eftir sumri. Mjög mikið var eftir af plöntum þegar „veiðileyfið“ tók gildi. Í september var enn nokkuð eftir af plöntum.

  6. Magnús og Kjartan settu saman bréf í júní með umsókn um styrk úr Skógasjóðnum. Sótt var um styrk til að gera úttekt á landinu og ræktunaráætlun. Afrit af umsókn frá því í fyrra, sem ekki var svarað, var látið fylgja með. Ekkert svar hefur enn borist og var ákveðið að Kjartan og Magnús fylgi þessu máli eftir.

  7. Farið var yfir það helsta sem þarf að bæta og lagfæra í Fellsmörk, t.d. rotþró og rennandi vatn á eystra salerninu, yfirfullan tankur á vestara salerninu, fallnar og rafmagnslausar girðingar, ræsi við Hólsbraut og skemmda vegi. Þessi atriði verða rædd við Vigni á næsta fundi.

  8. Fjallað var um þjóðlendumálið. Var það niðurstaða stjórnar að félagið væri ekki aðili að því máli.

  9. Upphaflega gerði Skógræktarfélagið landgræðslusamning um Álftagróf en sá samningur mun vera týndur. Haft var eftir Vigni að til standi að gera slíkan samning um allar jarðirnar í Fellsmörk. Fyrst verða þó gerðir samningar af þessu tagi vegna landa Skógræktarinnar í Hvalfirði.

  10. Að tillögu Einars var ákveðið að setja upp heimasíðu fyrir félagið og bauðst Einar til að sjá um rekstur hennar.

 

 

 

 

 

 

 

2018-2019

2016-2018

2015-2016

2014-2015

2013-2014

2012-2013

2011-2012

2010-2011

2009-2010

2008-2009

2007-2008

2005-2007

2004-2005

2003-2004

2002-2003

 

Facebook síða Fellsmerkur

 

LUMAR ÞÚ Á EFNI?

Landnemar og aðrir sem luma á efni sem tengist Fellsmörk eru hvattir til að senda það til félagsins svo það komist á vefinn.  Sérstaklega er óskað eftir myndum í hóflegu magni sem m.a. sýna hvernig ræktunarstarfið gengur.

Sendist til umsjónarmanns vefsins á netfangið eragnarsig@gmail.com.