Helstu ákvarðanir úr fundargerð (Útdráttur úr fundargerð, unnin
af Sveini Björnssyni):
1. Stjórnarkjör
Stjórnin var einróma endurkjörin og
sömuleiðis skoðunarmenn reikninga.
2. Félagsgjald:
Ákveðið var að halda félagsgjaldi
óbreyttu.
3. Sala
Álftagrófar:
Því var vísað til stjórnar að skoða
vandlega í samráði við SR hvaða leiðir væru vænlegastar til
að tryggja hagsmuni landnema sem best við sölu jarðarinnar. Var
stjórninni falið að leita leiða til að hafa áhrif á
ráðuneytið í þessu efni og að haldinn verði fundur svo fljótt
sem kostur er þegar línur skýrast.
4. Skýrsla
stjórnar og reikningar félagsins.
Samþykkt einróma.
5. Ákvörðun
um stærð landnemareita:
Samþykkt var að landnemar tækju
könnunareyðublað, sem dreift var á fundinum, með sér til nánari
skoðunar. Á blaðinu eru þrír valkostir um stærð landnemareita
til þinglýsingar. Landnemar merki við þann kost sem þeir telja
að tryggi hagsmuni sína best og komi einnig athugasemdum sínum á
framfæri neðst á blaðinu, t.d. skoðun sinni á því hvort reitir
landnema geti verið misstórir eins og gert var ráð fyrir í
upphaflegum samningum við landnema.