Áður hafði ég e.t.v. sagt eitthvað annað en ef tekið er mið af því að við hvert eldgos frá áramótum hefur landris Svartsengi verið a.m.k. 100 mm hærra en við síðasta gos á undan… þarf ekki að gera ráð fyrir eldgosi núna fyrr en í fyrsta lagi um miðjan ágúst.
Ef skoðaðar eru spár um að atburðinum vegna kvikisöfnunar undir Svartsengi ljúki núna í sumar eða snemma í haust, þá er ekki beinlínis hægt að sjá það lengur. Hraði landriss virðist vera kominn í eitthvað jafnvægi og því get ég ekki á nokkurn hátt lengur túlkað þessi gögn þannig að þessu verði öllu lokið þarna við Grindavík á næstunni… því miður fyrir fólkið í Grindavík a.m.k.
Það er raunar þannig að línuleg nálgun þessara punkta gefur ekki neina gáfulega niðurstöðu, R2 gildið væri 0.85 sem táknar að það er ekki sérlega gott samband. Enda sést að meðalhraði landriss er núna orðið fast um 4 mm á dag á meðan ekkert eldgos er í gangi..