TIL BAKA
----------------------
SÉRSTAKT EFNI
Erindi Valdimars af
aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs
Fuglalíf á Fellsmörk
Panoramamyndir
----------------------
FLÝTILEIÐIR
Félagatal
Fundargerðir
Vegir og slóðar
Lönd á
Fellsmörk (GPS)
|
|
|
Fellsmörk
Félag áhugafólks um skógrækt á Fellsmörk í Mýrdal
|
8. mars
2023
Athugasemdum skilað við aðalskipulag
Mýrdalshrepps |
Stjórn Félags landnema á Fellsmörk skilaði
athugasemdum fyrir hönd landnema þar sem
athugasemdir voru gerðar við nokkra þætti
skipulagsins.
|
|
16.
febrúar 2023
Almennur félagsfundur, 27. febrúar 2023 |
Boðað var til almenns félagsfundar í
landnemafélaginu:
Það er boðað til almenns félagsfundar í
Félagi landnema á Fellsmörk, mánudag 27.
febrúar kl. 19:00. Tilefni fundarins er
einkum breytingar á aðalskipulagi
Mýrdalshrepps og almenn umræða um
skipulagsmál. Fundurinn verður í sal
Skógræktarfélags Reykjavíkur á Elliðavatni.
|
|
5.
febrúar 2023
Ófært á austursvæði Fellsmerkur |
Vegurinn skemmdist við brúna yfir Holtsá.
Líklegast má telja að þessar vegaskemmdir
komi til vegna efnistöku rétt fyrir neðan
brúna sem veldur því að það grefur alvarlega
frá henni með vegaskemmdum þegar það vex í
ánni.
Viðgerð gekk annars nokkuð hratt fyrir sig.
Auður í Skógræktarfélaginu gekk í málið.
|
|
Janúar
2023
Breytt aðalskipulag í Mýrdalshreppi |
Sveitarfélagið í Mýrdalshreppi er að gera
breytingar á aðalskipulagi hjá sérog hefur
tillaga að aðalskipulagi verið auglýst á vef
sveitarfélagsins.
Fellsmörk kemur fram á aðalskipulaginu -
og kom reyndar einnig fram á eldra
skipulagi. Endanleg útfærsla deiliskipulags
Fellsmerkur tekur svo mið af gildandi
aðalskipulaginu – en vinnu við
deiliskipulagið hjá Skógræktarfélagi
Reykjavíkur er ekki lokið og þarf væntalega
að taka mið af því aðalskipulagi sem tekur
gildi væntanlega innan fárra mánaða.
Frestur til að koma með athugasemdir við
aðalskipulagið er til 8. mars og öllum er
væntanlega heimilt að gera athugasemdir.
Stjórn Félags landnema gerir ráð fyrir að
skila athugasemdum fyrir hönd félagsins.
|
|
|
|